Skólaheimsóknir

Við bjóðum upp á safnfræðslu fyrir skóla

 

Safnfræðsla í formi leiðsagna er veitt skólum að kostnaðarlausu. Bóka verður heimsókn með góðum fyrirvara.

Hægt er að panta tíma í síma 5121526 / 5121525 eða hafa samband við Þóru Sigurbjörnsdóttur með því að senda tölvupóst á netfangið: thorasi@honnunarsafn.is

Tekið er á móti skólahópum alla virka daga frá kl. 8:00–16:00 eða eftir samkomulagi.
Heimsóknin tekur um eina kennslustund en einnig er hægt að semja um annað. Við tökum vel í allar hugmyndir.

Hámarksfjöldi nemenda í hópi er einn bekkur (um 30 nemendur).
 

Með því að upplifa, skoða og ekki síst ræða málin í safninu gefst kostur á að víkka sjóndeildarhringinn og ef til vill koma sjálfum sér á óvart.