Fréttir

Anna María Bogadóttir, arkitekt, kynnir verkefnið Híbýlaauður.

Í verkefninu er áherslunni beint að íbúanum og gæðum í hönnun og skipulagi, því að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa ekki síður en þá sem byggja.

Verkefnið er rannsókna- viðburða og útgáfuverkefni spunnið út frá arkitektónískum og hagrænum rannsóknum í samhengi við húsnæðisuppbyggingu á Íslandi.

Lesa áfram

Ada Stańczak keramikhönnuður leiðir smiðju fyrir alla fjölskylduna þar sem gestir fá tækifæri til að þrykkja náttúrlegt efni svo sem steina, strá og greinar í leir. Þátttakendur geta einnig gert sitt eigið leirtau og lært einfaldar aðferðir við að pressa leir í mót.
Allt efni verður á staðnum en gestir hvattir til að koma með efni úr náttúrunni til að pressa í leirinn. Að lokinni smiðjunni munu gripirnir verða brenndir og gljáðir en að þremur vikum liðnum geta gestir sótt gripina sína í safnið.
Ada hefur frá því í febrúar dvalið í vinnustofu Hönnunarsafnsins þar sem gestir geta fylgst með henni að störfum.
Smiðjan er haldin í tilefni af Alþjóða safnadeginum.
Frítt inn

Lesa áfram

Safnið er opið frá 12-17. 

Sýningarnar sem eru í gangi eru: Hönnunarsafnið sem heimili, Heimurinn heima (frumlegasta fjölbýlishúsið), Keramikhönnuður í vinnustofudvöl og Nærvera, sýning á nýjum peysum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí.

Lesa áfram

LEIÐSÖGN um sýninguna NÆRVERA með textílhönnuðinum Ýrúrarí og sýningarstjórateyminu Studó Fræ.

Leiðsögnin fer fram að hluta til á íslensku og að hluta á ensku.

 

 

Lesa áfram

Einar Þorsteinn Ásgerisson (1942-2015) hönnuður skildi eftir sig svo margt fallegt og skemmtilegt eins og þessa margflötungateikningar sem hann bauð fólki að klippa út og setja saman. Hann trúði á máttinn í því að hugsa með höndunum og sagði "Ég nota módel til að gera tilraunir, ég geri tilraunir til að skilja". Þeir sem koma í smiðjuna geta því upplifað þetta og eignast margflötungaverk eftir Einar Þorstein í leiðinni. Auður Ösp Guðmundsdóttir hönnuðu hefur umsjón með smiðjunni sem hentar ungu fólki á öllum aldri og stendur frá 13 - 14.

Lesa áfram

Þáttakendur mæta með eigin peysur. Efniviður til viðgerða er í boði á staðnum en velkomið að koma með efni til viðgerða.

Börn eru velkomin í fylgd fullorðinna.


Frítt er í smiðjuna.
 

Lesa áfram

Sýningarnar eru hluti af HönnunarMars 2023. 

 

NÆRVERA

Sýning á nýjum verkum eftir textílhönnuðinn Ýrúrarí.
Sýningarstjórn: Studíó Fræ


HEIMURINN HEIMA
Skemmtilega skringilegt fjölbýlishús eftir fjórðu bekkinga í Garðabæ
Sýningarstjórn: Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir


FRÁ EINUM STAÐ TIL ANNARS
Ada Stańczak kynnir tilraunir með afganga úr grjótvinnslu til litarefnagerðar í keramiki


 

Lesa áfram

Fjölskylduleiðsögn sem átti að vera kl 15 þann 22. apríl  fellur niður en við bendum á Furðudýra fjölskyldusmiðju sem hefst kl 13 sama dag og er hluti af Baranamenningarhátíð.

Lesa áfram

Fígúrusmiðja fyrir alla fjölskylduna sem æfir sig að hugsa með höndunum og láta sköpunargleðina leika lausum hala. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir leiða smiðjuna í Smiðju Hönnunarsafnsins þar sem dýr og verur verða til með uppfinningasemi og endurnýtni að leiðarljósi.

Lesa áfram

Hönnunarsafnið sem heimili er sýning á verkum úr safneign Hönnunarsafns Íslands. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili þar sem gefur að líta um 200 gripi úr safneigninni. Tímabilið sem um ræðir er upp úr aldamótum 1900 til dagsins í dag.

Athugið að einungis helmingurinn af sýningunni er uppi eins og stendur vegna leka í safninu en þrátt fyrir það er af nægu að taka.
Sigríður Sigurjósndóttir, fostöðumaður safnsins sér um leiðsögnina.

Ljósmynd: Studo Fræ

Lesa áfram