Hönnunarsafn Íslands auglýsir til umsóknar starf sérfræðings safneignar. Í starfinu felst skráning safngripa, umsjón með safnkosti og varðveislurýmum safnsins ásamt því að miðla á skapandi hátt þessari áhugaverðu hlið safnsins.
Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Leitað er að lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á safnastarfi og hönnun.

Helstu viðfangsefni:

• Umsjón með safnkosti og varðveislurými safnsins
• Skráning á safnkosti í Sarp skráningarkerfi
• Eftirlit og umsjón með aðstæðum í sýningasölum
• Miðlun safnkosts á samfélagsmiðlum
• Svörun fyrirspurna
• Þátttaka í gerð sýninga
• Önnur verkefni sem safnstjóri felur starfsmanni

Hæfniskröfur:
• Óskað er eftir einstaklingi með háskólapróf og reynslu sem tengist starfssviði safnsins
• Reynsla af safnastarfi æskileg
• Reynsla af skráningu í skráningarkerfi æskileg
• Góð almenn tölvufærni og gott vald á upplýsingatækni og miðlun
• Vandvirkni, nákvæmni, sjálfstæði, útsjónarsemi og góð þjónustulund
• Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar
• Góð færni í íslensku og ensku
• Hugmyndaauðgi varðandi miðlun safnkosts

Umsóknarfrestur er til og með 29. janúar 2023.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands (sigridurs@honnunarsafn.is) eða í síma 6171525
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

 

Hægt er að sækja um starfið hér

https://alfred.is/starf/serfraedingur-a-hoennunarsafn-islands

eða

https://starf.gardabaer.is/rcf3/viewjobonweb.aspx?jobid=HON005