Fréttir

Birgir Örn Jónsson, arkitekt  og Signý Þórhallsdóttir, fatahönnuður eru sýningarstjórar sýningarinnar 100% ULL. Þau sjá um leiðsögn laugardaginn 23 janúar kl. 14.00.

Nauðsynlegt er að kaupa miða fyrirfram sökum fjöldatakmarkana. Hér er tengill á miðasölu.

https://tix.is/is/event/10862/lei-sogn-um-syninguna-100-ull/

Lesa áfram

PEYSA MEÐ ÖLLU FYRIR ALLA. 

Velkomin á opnunardag föstudaginn 22. janúar frá kl. 12-17.

Sama dag bjóðum við frítt inn á sýninguna 100% ULL.

 

Lesa áfram

Opnunartímar yfir jól og áramót:

  • 23. des OPIÐ 12-17 
  • 24. – 26. des. LOKAР 
  • 27. des. OPIÐ 12-17
  • 28. des. LOKAÐ (á mánudögum)  
  • 29. – 30. des. OPIÐ 12-17 
  • 31. des. LOKAÐ
  • 1. jan. LOKAÐ. 
  • 2. jan. OPIÐ 12-17.

Starfsfólk Hönnunarsafns Íslands óskar öllum gleðilegrar hátíðar og þakkar góð samskipti á árinu sem er að líða.  

Lesa áfram

Magnea Einarsdóttir fatahönnuður mætir með hlýjar og fallegar yfirhafnir sem frumsýndar voru á sýningunni 100% ULL. Línan ber nafnið Made in Reykjavík og samanstendur af treflum og yfirhöfnum úr íslenskri ull.
Safnið er opið frá 12-17 laugardag og sunnudag.
Verð frá á treflum 18.500. Verð á kápum frá 90.000

Lesa áfram

Safnið opnar aftur á morgun 18. nóvember. Hámarks fjöldi í safninu er 10 manns samkvæmt núgildandi samkomutakmörkunum.

Á safninu eru eftirfarandi sýningar í gangi:

100% ULL sem hefur verið framlengd til 31. janúar 2021.

Safnið á röngunni, átak í forvörslu og skráningu textílgripa sem stendur til áramóta.

Fuglasmiður í vinnustofudvöl sem stendur til áramóta.

Lesa áfram

Sigurbjörn Helgason býður upp á fuglasmiðju í beinni útsendingu á Fésbókarsíðu Hönnunarsafns Íslands, fimmtudaginn 22. október kl 13:00 - 14:00.

Takið til tímarit eða pappír sem má klippa, skæri og límstifti.

Deilið svo endilega með okkur fuglunum ykkar eftir smiðjuna á Fésbók safnsins eða á ykkar instagram merkt #fuglinnminn #hönnunarsafn

Hlökkum til að sjá fagran fuglahóp.

Lesa áfram

Sýningar og verslun safnins verða lokaðar tímabundið vegna samkomutakmarkana.

Farið vel með ykkur!

 

Lesa áfram

Þar sem svo fáir komust á þennan frábæra fyrirlestur vegna 2 metra reglunnar þá er hægt að horf á á hann hér:

 

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður sjá um leiðsögnina sem hefst kl. 13 sunnudaginn 27. september. Þar sem fjöldi gesta í leiðsögn miðast við tólf manns er nauðsynhlegt að kaupa miða fyrirfram hér https://tix.is/is/search/?k=h%C3%B6nnunarsafn

Lesa áfram

Sköpum saman úr ull kindahjarðir, furðukindur, forystufé og bjöllusauði. Þegar rollurnar hafa verið skapaðar geta þátttakendur gert sína eigin hreyfimynd en þær Ásgerður Heimisdóttir og Rebekka Egilsdóttir leiða smiðjuna í splunkunýju smiðjurými Hönnunarsafnsins. Aðeins 6 hópar/fjölskyldur komast að vegna sóttvarnareglna en tekið er á móti bókunum í netfangið olof@gardabaer.is

Lesa áfram