Fréttir

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018-2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Hún kynnir nú afrakstur þeirrar vinnu, Elements ilmkerti, þriðjudaginn 23. júní í Hönnunarsafni Íslands. Ekki verður haldin sérstök opnun sökum 2 m reglunnar en fólk getur komið við hvenær sem er á milli 12-17.

Elements ilmkertin eru innblásin af tveimur aðal hugðarefnum Einars: platónskum fjölflötungum og dulspeki. Platónskir fjölflötungur er einstakur að því leiti að hver flötur, hlið og horn er eins. Það eru einungis fimm fjölflötungar sem lúta því lögmáli. Plató var svo heillaður af þessum formum að hann taldi þau vera byggingareiningar frumefna heimsins: jörð, vatn, loft, eldur og ether. Hvert Elements ilmkerti hefur ilm og lykt sem vísar í frumefni þess og tengir efnið við andann.

Lesa áfram

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Art Nouveau og Art Deco.

Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, 7. júní kl. 13.00.

Gestafjöldi verðu takmarkaður við 30 manns.
2m. reglan er valkvæð fyrir þá sem þess óska.

Gestir þurfa að kaupa miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Lesa áfram

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Nýklassík og handverkshreyfingin.

Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 17 maí kl. 13.00.

Gestafjöldi verðu takmarkaður við 20 manns vegna 2m reglunnar. Gestir þurfa að tryggja sér miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://tix.is/is/event/9997/

Lesa áfram

Íslensk myndmálssaga er heiti á yfirstandandi rannsókn Guðmundar Odds Magnússonar á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Opnun vinnustofunnar verður þriðjudaginn 24. mars kl. 17-19.

Skömmu eftir útgáfu Guðbrandsbiblíu á sextándu öld urðu myndir og texti viðskila í prentverki og náðu ekki aftur saman fyrr en upp úr miðri nítjándu öld þegar prentfrelsi gekk í garð. Í rannsókn sinni skoðar Guðmundur Oddur endurfundi myndmáls og texta undir lok 19. aldar - þar er sögð saga brautryðjenda sem unnu prentmyndir, letur og skraut. Fyrstu kynslóð teiknara sem stofnaði Félag íslenskra teiknara ( FÍT) er fylgt eftir og slóð þeirra rakin en það fólk lagði grunninn að því sem í dag kallast grafísk hönnun.

Lesa áfram

Góðan daginn, komið hefur í ljós að gestur í boði hjá safninu 6. mars greindist í kjölfarið með covid19 smit. Gesturinn dvaldi innan við 15 min í safninu og atvikið hefur verið tilkynnt til rakningarteymis. Haft hefur verið samband við þá aðila sem áttu í samskiptum við viðkomandi í meira en 30 sek.. Við bendum fólki á að á hafa samband við sína heilsugæslu eða heilsuveru.is finni það fyrir einhverjum einkennum.

Lesa áfram

Ásthildur Magnúsdóttir er vefari og æðardúnsbóndi. Hún verður með vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands næstu þrjá mánuði og verður með innflutningspartý föstudaginn 6. mars nk. kl. 18.

Verk Ásthildar spanna allt frá fínasta damaski yfir röggvarfeldi. Hún er fróðari en flestir um sögu og eiginleika íslensku ullarinnar. Vefari er í beinum tengslum við efnið og gefur verkinu og sjálfum sér tíma til sköpunar.

Lesa áfram

Sunnudaginn 1. mars nk. kl. 13 munu Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur Hönnunarsafns Íslands og Grétar Þorsteinsson sem starfaði sem húsgagnasmiður hjá Nývirki með Sveini Kjarval sjá um leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa í Hönnunarsafni Íslands.

Leiðsögnin er á íslensku. Allir velkomnir.

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og  Kolbrún Kjarval, keramiker, dóttir Sveins sjá um leiðsögnina.

Lesa áfram

Á Safnanótt, þann 7. febrúar býður Hönnunarsafn Íslands upp á lifandi jazz í sýningarsal safnsins þar sem nú stendur yfir sýningin, Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa. Þetta verður góður fílingur en tónlistin mun duna frá kl. 21.

Lesa áfram