Fréttir

Serbneskt boð innblásið af Belgrad í tengslum við sýninguna Borgarlandslag í Hönnunarsafni Íslands eftir Paolo Gianfrancesco verður föstudaginn 10. maí 2019, kl. 20:00 - 22:00.

Jelena Ciric leiðir gesti um sögu Belgrad og Serbíu með söng og tónlistarflutningi ásamt Margréti Árnadóttur á harmónikku, allt frá dögum Tyrkjaveldisins til dagsins í dag. Gestum er einnig boðið að flögra um sýninguna undir leiðsögn Paolo Gianfrancesco, með serbnesku smáréttaívafi.

Heiðursgestur: Jelena Ciric, tónlistarkona og lagahöfundur er fædd í Serbíu, ólst upp í Kanada og bjó á nokkrum stöðum í heiminum áður en hún settist að á Íslandi árið 2016.

Meðleikari: Margrét Arnardóttir á harmónikku.

Veitingar: Andrea Stojanovic, kokkur og varaformaður Serbneskar Menningarmiðstöðvar á Íslandi.

Veislustjóri: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.

Lesa áfram

ATTENZIONE!
Ítalskt matarboð innblásið af Róm í tengslum við sýninguna Borgarlandslag verður í Hönnunarsafni Íslands, föstudaginn 26. apríl 2019, kl. 19:00 - 22:00.

Heiðursgestur: Paolo Gianfrancesco, arkitekt og höfundur Borgarlandslags.
Veitingar: Carlos Horacio Gimenez, yfirkokkur veitingastaðarins Apótek.
Veislustjóri: Hlín Helga Guðlaugsdóttir, einn sýningarstjóra sýningarinnar.
Aðgangseyrir: 8.900 kr.
Hámarksfjöldi er 24.

Miða fyrir matarboðið er hægt að nálgast á midi.is Vinsamlega kynnið ykkur áfastan seðil, ekki er boðið upp á aðrar veitingar.

RÓM í REYKJAVÍK
Fordrykkur: Ítalsk-íslenska ginið Himbrimi bregður sér í aperitivo búning.
Saga Borgarlandslags: Leiðsögn um sýninguna með áherslu á Róm.
Íslenskt hráefni öðlast ítalskt líf í höndum Carlos Horacio Gimenez:

Lesa áfram

Opnunartími Hönnunarsafns Íslands um páskana er eftirfarandi:

Skírdagur opið frá kl. 12 - 17
Föstudagurinn langi, lokað.
Laugardagur opið frá kl. 12 - 17
Páskadagur, lokað.
Annar í páskum, safnið er lokað á mánudögum.

Gleðilega páska!

Lesa áfram

Paolo Gianfrancesco, arkitekt, verður með leiðsögn um sýninguna Borgarlandslag sunnudaginn 14. apríl kl. 13.00 í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin samanstendur af 100 borgarkortum sem Paolo hefur útfært og hannað.

Með því að sýna saman kort af öllum höfuðborgum Evrópu og stærstu borgum í fylkjum Bandaríkjanna gefst yfirsýn sem ekki er möguleg á Google Maps eða með því að fletta í bók, ekki einu sinni með því að ferðast. Borgir eru svo sannarlega magnað sköpunarverk.

Leiðsögnin fer fram á ensku. Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Í tengslum við sýninguna Borgarlandslag stendur Hönnunarsafn Íslands fyrir fyrirlestrum undir yfirskriftinni "Listin að ferðast". Arkitektinn Massimo Santanicchia ríður á vaðið en hans uppáhalds ferðamáti er að ganga.

Fyrirlesturinn hans fer fram fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:30 í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Fyrirlesturinn er óður til jarðarinnar og borganna. Að ganga býður upp á andrúm til umhugsunar, tíma til að taka inn umhverfið, skynja mannlífið, fegurðina sem og þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir. Það er svo geggjað að ganga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Velkomin á opnun laugardaginn 23. mars kl. 18:00. Þá opna samtímis sýningarnar Borgarlandslag og Veðurvinnustofa. Bragðlaukarnir fá að ferðast um víðan völl þegar við skálum fyrir HönnunarMars 2019. Það sem sýningarnar eiga sameiginlegt er að hráefni hönnuðanna eru stafrænar upplýsingar sem þau umbreyta í myndrænt form.

Lesa áfram

Í tilefni af því að eitthundrað ár eru liðin frá fæðingu Sveins Kjarvals miðvikudaginn 20. mars nk. mun Dr. Arndís S. Árnadóttir flytja fyrirlestur um verk hans og störf. Fyrirlesturinn fer fram í kirkju Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56 kl. 20 en Sveinn hannaði meðal annars kirkjubekkina í þessa fallegu kirkju.

Sveinn Kjarval (1919 – 1981) var sannkallaður frumkvöðull í húsgagna- og innanhússhönnun á Íslandi. Hann hannaði innréttingar fyrir Þjóðminjasafnið, bókasafnið á Bessastöðum, veitingahúsið Naustið og kaffistofuna Tröð svo eitthvað sé nefnt auk fjölda vandaðra húsgagna sem enn í dag eru eftirsótt. Hönnunarsafn Íslands á um fimmtíu muni eftir Svein og mun standa fyrir sýningu á ævistarfi hans seinna á árinu.

Fyrirlesturinn fer fram miðvikudaginn 20. mars kl. 20.00 og er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Guðmundur Oddur Magnússon sér um LEIÐSÖGN og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 2. mars kl. 13. Goddur tók fjölda viðtala við Einar á meðan hann var á lífi og fáir sem þekkja líf hans og störf betur.

Sýningin er skráningarverkefni sem staðið hefur yfir í Hönnunarsafninu undanfarna mánuði og fer nú brátt að ljúka.

Einar Þorsteinn var brautryðjandi í rúmfræðirannsóknum og sérfræðingur í margflötungum. Hann var á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir um sjálfbærni, samanber kúluhúsin sem hann hannaði og voru reist um 1980. Einari er best lýst sem sannkölluðum endurreisnarmanni. Hann starfaði um langt skeið með myndlistarmanninum Ólafi Elíassyni, meðal annars við hönnun glerhjúps tónlistarhússins Hörpu.

Aðgangseyrir í safnið gildir.

Lesa áfram

Hönnunarsafn Íslands og skapandi vinnustofan And Anti Matter bjóða í kökuboð laugardaginn 23. febrúar næstkomandi klukkan 15:00.

Hjónin Baldur og Þórey úr And Anti Matter verða á staðnum og hella uppá kaffi ásamt Áslaugu Snorradóttur matarævintýrakonu. Í boði verða himneskar vegan kökur frá Láru Colatrella í Bauninni á samanraðanlegum skúlptúrum frá And Anti Matter. Kökurnar eru búnar til út frá skúlptúr verkum frá &AM sem verða til sölu í boðinu.

Frítt er inn á viðburðinn. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Lesa áfram

Laugardaginn 23. febrúar nk. kl. 13 – 15 verður MÁLSTOFA tileinkuð arkitektinum Einari Þorsteini Ásgeirssyni í Hönnunarsafni Íslands. Á málstofunni verða fjölbreyttir fyrirlestrar um Einar sem sýna mismunandi hliðar á honum.

Trausti Valsson, prófessor og skipulagsfræðingur segir frá Einari sem vini og samstarfsmanni. Katrín Theodórsdóttir, lögfræðingur segir frá Einari sem vini. Auður og Geir Ragnarsbörn segja frá Einari sem afa. Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur segir frá Einari sem skráningarverkefni og Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður segir frá Einari sem einhverjum sem veitir innblástur.

Lesa áfram