Fréttir

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Þóra Sigurbjörnsdóttir, safnafræðingur safnsins verða með leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, Það skal vanda sem lengi á að standa, sunnudaginn 1. desember kl. 13.

Húsgögn Sveins Kjarvals úr safneign Hönnunarsafns Íslands eru meginuppistaðan í sýningunni en Sveinn hannaði einnig fjölda innréttinga fyrir heimili, verslanir og veitingahús.

Lesa áfram

Í tengslum við skráningu á keramiksafni Önnu Eyjólfsdóttur í Hönnunarsafni Íslands undanfarna mánuði hefur safnið fengið Ingu Sigríði Ragnarsdóttur til þess að halda fyrirlestur þar sem saga íslenskrar leirlistar frá árinu 1930 - 1970 er rakin. Fyrirlesturinn verður haldinn sunnudaginn 24. nóvember nk. kl. 13. Inga Sigríður vinnur nú ásamt Kristínu G. Guðmundsdóttur, listfræðingi, að rannsókn á þessu tímabili og fyrirhugað er að gefa út bók á næsta ári í tilefni af því að þá verða 90 ár liðin frá því að framleiðsla hófst á leirmunum á Íslandi í Listvinahúsinu.

Lesa áfram

Dr. Arndís S. Árnadóttir sýningarstjóri sýningarinnar Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa, verður með leiðsögn um sýninguna ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi Hönnunarsafns Íslands.Leiðsögnin fer fram sunnudaginn 10. nóvember nk. kl. 13.

Lesa áfram

Borðið Hyrna, kertastjakinn Stirni, fuglinn Dúskur og ruggustóllinn Rokki verða til sölu á Pop up markaði í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 9. nóvember milli 12 og 17.

Erla Sólveig Óskarsdóttir er sjálfstætt starfandi iðnhönnuður. Hún hefur einbeitt sér að húsgagnahönnun og hefur unnið með ýmsum framleiðendum í Evrópu, Suður-Ameríku og Bandaríkjunum.

Erla hefur tekið þátt í fjölda sýninga og mörg verka hennar hafa verið heiðruð alþjóðlega:
The Red Dot Design Award 1998
IF Product Design Award 1999 and 2010
Best of NeoCon, Silver Award 1999 and 2002
Premio Lapis Acero 2007

Lesa áfram

Sýning á verkum Sveins Kjarval (1919–1981) opnar í Hönnunarsafni Íslands laugardaginn 2. nóvember kl.16.
Á sýningunni er sjónum beint að mikilvægu brautryðjendastarfi Sveins hér á landi á sviði húsgagna- og innanhússhönnunar um tveggja áratuga skeið (1950–1970). Þá bárust hingað ríkjandi hugmyndir um nútímaleg og skynsamleg húsakynni þar sem húsgögn áttu umfram allt að vera einföld, létt og hentug og gerð úr efnivið sem fengi að njóta sín án nokkurs skrauts.

Lesa áfram

Nú tekur silfursmiðurinn Anna María Pitt yfir vinnustofurýmið í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Innflutningsboð verður henni til heiðurs í Hönnunarsafninu föstudaginn 25. október kl. 17:30 -19 og eru allir velkomnir í boðið.
Anna María útskrifaðist frá New Buckinghamshire háskólanum í Bretlandi í silfursmíði og skartgripahönnun. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga og þróað með sér afgerandi stíl í skartgripahönnun sem byggir á formum og mynstrum úr náttúrunni. Vinnustofudvölin í safninu stendur til 26. janúar 2020 og er einnig sölusýning þar sem gestir geta verslað beint af hönnuðinum.

Lesa áfram

Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður og safnari verður með leiðsögn ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi Hönnunarsafnsins, sunnudaginn 13. október kl. 13-14.

Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður hóf söfnun á leirmunum eftir íslenska listamenn árið 1979. Árið 2017 samanstóð safnið af tæplega 2000 gripum, sem spanna tímabilið frá 1932 til dagsins í dag. Þetta er stærsta einstaka keramíksafn landsins. Hönnunarsafn Íslands eignaðist það með styrk frá Bláa Lóninu.

Lesa áfram

„URBAN SHAPE - Vangaveltur um borgir og borgarkort. Frásögn af því hvernig og af hverju borgir verða til.

Sunnudaginn 6. október kl. 13 verður Paolo Gianfrancesco með FYRIRLESTUR um hvernig borgir eru mögulega magnaðasta sköpunarverk mannsins. Þið sem hafið komið á leiðsagnir eða fyrirlestra hjá Paolo vitið að þetta verður magnað.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW verður með sölu á sýnishornum og vörum úr fyrri fatalínum laugardaginn 5. október frá 12 – 17 í Hönnunarsafni Íslands. Peysur og kjólar frá 5.000 kr., kápur frá 5.500, buxur og skyrtur frá 3.000 kr. Það verður líf í tuskunum.

Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir:

Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.

Lesa áfram

Hönnunarskólinn, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands hefst 24. september nk.

Hefst: 24. september
Tími: Þriðjudaga · kl 16:00-18:00
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 20
Aldur: 13-16 ára
Kennarar: Sigríður Sigurjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir, Halla Hákonardóttir, Embla Vigfúsdóttir, Björn Steinar Blumenstein, Kristján Örn Kjartansson og Lóa Hlín Hjálmtýrsdóttir

Langar þig að kynnast því hvernig hönnuðir og hugmyndasmiðir vinna?

Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða.

Í gegnum samtöl, skissur og frumgerðir gefst innsýn inn í það hvað felst í því að vera arkitekt, spilahönnuður, vöruhönnuður, fatahönnuður og matarhönnuður.

Lesa áfram