Þriðjudaginn 17. apríl verður 15:00 - 16:30 verður boðið upp á opinn fund með Sarpi í Hönnunarsafni Íslands.
Við bjóðum til lifandi umræðu um skráningarverkefni þar sem áherslan er á stórar gjafir. Þegar brettin með öllum kössunum eru komin í hús, hvað gerir maður þá? Hvaða spurninga á að spyrja? Er eitthvað sem ber að varast?

Dagskrá:

• Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur frá Hönnunarsafni Íslands segir frá sýningarverkefninu "Á bak við tjöldin með Einar Þorsteini".

• Hrönn Konráðsdóttir sérfræðingur fornminja hjá Þjóðminjasafninu segir frá skráningarvinnu vegna jarðfundinna minja.

• Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar segir frá skráningarverkefni á steinasafni Þórdísar Jónsdóttur. Náttúrugripasafn Borgarfjarðar er fyrsta safn sinnar tegundar sem skráir safnkost sinn í Sarp. Verkefnið var stutt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands og Safnaráði Íslands. http://safnahus.is/2017/05/

• Vala Gunnarsdóttir fagstjóri Sarps og Þorvaldur Böðvarsson skráningarstjóri Þjóðminjasafns Íslands fjalla um Sarp og stór skráningarverkefni.


• Umræður

Léttar veitingar í anda Einars Þorsteins í boði.