Í tengslum við sýninguna Borgarlandslag stendur Hönnunarsafn Íslands fyrir fyrirlestrum undir yfirskriftinni "Listin að ferðast". Arkitektinn Massimo Santanicchia ríður á vaðið en hans uppáhalds ferðamáti er að ganga.

Fyrirlesturinn hans fer fram fimmtudaginn 4. apríl kl. 17:30 í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi. Fyrirlesturinn er óður til jarðarinnar og borganna. Að ganga býður upp á andrúm til umhugsunar, tíma til að taka inn umhverfið, skynja mannlífið, fegurðina sem og þær ógnir sem við stöndum frammi fyrir. Það er svo geggjað að ganga.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og aðgangseyrir að safninu gildir.