Sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00 verða þau Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir með leiðsögn og spjall um sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron en sýningin er yfirlitssýning á verkum þeirra. Sýningin samanstendur af rúmlega 600 pörum af skóm sem sýningarstjórinn Ástþór Helgason hefur púslað saman í ævintýraheim.