Í tengslum við sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron leiðir Bergrún Íris Sævarsdóttir ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9–13 ára sunnudaginn 16. september kl. 13 - 15.

Hvert hafa skórnir þínir ferðast og í hvers konar ævintýrum gætu þeir lent? Kafað er í hugmyndaleit og persónusköpun og hvernig beinagrind að sögu verður til. Vel er gætt að styrkleikum hvers barns þegar það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands.