Hönnunarsafnið hefur verið í samstarfi við Textílfélagið um heimildasöfnun frá félögum þess um feril þeirra og verk. Safnast hefur inn mikið og gott magn upplýsinga. Gögnin verða varðveitt í heimildasafni safnsins þar sem þau verða aðgengileg starfsfólki og fræðimönnum sem rannsaka íslenska hönnunarsögu á hverjum tíma.

Í tengslum við þetta átak í heimildasöfnun eignaðist safnið rúmlega 20 verk eftir félaga Textílfélagins. Með því hefur safneign safnsins styrkst töluvert þegar kemur að textílverkum og kominn er góður grunnur að áframhaldandi söfnun og skráningu á þessu sviði.

Hönnunarsafnið þakkar Ingiríði Óðinsdóttur og Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur sérstaklega fyrir sitt vinnuframlag sem og félögum Textílfélagins fyrir að taka þátt í þessu verkefni.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá sýnishorn af þeim verkum sem safnið eignaðist. Höfundar eru: Jóna A. Imsland, Björg Pjetursdóttir og Hildur Einarsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir, Bjargey Ingólfsdóttir og Hulda Jósefsdóttir.