Sigríður Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands. Sigríður tekur til starfa í Hönnunarsafninu í lok apríl þar sem hún tekur við af fráfarandi forstöðumanni, Hörpu Þórsdóttur sem nýverið var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir lauk M.A prófi í „Design Studies“ frá ,,Central Saint Martins College of Art and Design“ í London árið 1999. Hún stofnaði og rak eigið fyrirtæki ,,Spark Design Space“ sem var hönnunargallerí við Klapparstíg som kom á framfæri framúrskarandi íslenskum hönnunarverkefnum. Á tímabilinu 2010 -2016 voru rúmlega 30 verkefni kynnt í rýminu. Sigríður hefur starfað sem prófessor og fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands á árunum 2004-2012. Umsækjendur um starfið voru 18 talsins, 16 konur og tveir karlar.

Starfsfólk Hönnunarsafnsins býður Sigríði velkomna til starfa.