Sunnudaginn 7. nóvember kl. 13 verður skókassasmiðja fyrir alla fjölskylduna.

Búum til heimili í skókassa sem byggir á hugmyndum fólks í gegnum tíðina um hvað er kósí. Hvernig voru hugmyndir krakka á landnámsöld um hvað var kósí þegar sitið var við langeldinn og hvernig höfum við það notalegt saman í dag?

Þær Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur og Ásgerður Heimisdóttir hönnuður munu leiða smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni en gott væri ef fólk kemur með skókassa með sér. Fróðleikur um lífið á landnámsöld og skemmtilegt hönnun á heimili í skókassa er fullkomin uppskrift af kósí-sunnudegi.