Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru stórskemmtilegir vöruhönnuðir sem standa fyrir smáhúsasmiðju í Hönnunarsafninu laugardaginn 21. apríl. Að þessu sinni ætlum við að búa til hús fyrir uppfinningamenn og konur. Allir velkomnir en börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Garðabæjar í tilefni af Listadögum. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 (hægt að hringja á milli 12 - 17) þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.