Fimmtudaginn 23. febrúar er krökkum í vetrarfríi boðið að taka þátt í smiðju í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi en smiðjan hefst kl. 13. Heimurinn heima er yfirskrift smiðjunnar sem ætluð er krökkum og fylgifiskum þeirra í vetrarfríi. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðjunni en þátttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.