Þær Sonja Bent og Elín Hrund eru að koma sér fyrir í anddyri Hönnunarsafnsins með verkefnið Nordic Angan. Þær hafa verið að kortleggja ilmi í íslenskri náttúru og eru þessa stundina að draga Heiðmörkina inn í safnið í bókstaflegri merkingu. Við hlökkum til að hafa þær hér í sumar. Á morgun föstudaginn 9. maí verður frítt inn á safnið og opið til kl. 19.00.