Mánudaginn 29. maí kl. 17.00 bjóðum við þeim sem vilja vera stofnfélagar í vinafélagi Hönnunarsafnsins velkomna til okkar og skála fyrir vináttunni, sumrinu og næstu skrefum. Tilgangur með stofnun vinafélagsins er að auka veg og sýnileika safnsins, efla safnastarfið, safnkostinn og samtölin.

Vinir safnsins fá:

Boð á allar opnanir safnsin og vinasafna sem verða Gljúfrasteinn og Listasafn Akureyrar.

Frítt inn á sýnigar safnanna þriggja.

Frítt inn á fyrirlestra sem söfnin bjóða upp á.

10% afsláttur af bókum og vörum hjá Hönnunarsafninu.

Frítt inn á leiðsagni á vegum safnanna.

Að stuðla að því að Hönnunarsafn Íslands vaxi og dafni.

Meðlimir vinafélagsins greiða fasta upphæð árlega, 5000 kr, sem verður sá fjárhagslegi grunnur sem vinafélagið byggir á.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Ljósmynd: Hábollar eftir Hrafnkel Birgisson á fastasýningu safnsins.