Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í þriðja sinn fimmtudaginn 6. október, við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og Besta fjárfesting ársins 2016.

Dómnefnd tilnefndi fjögur framúrskarandi verkefni til forvals úr fjölda innsendra tillagna en í forvalinu voru eftirfarandi verkefni tilnefnd: As we grow, Lulla doll, Or type og Orka til framtíðar.

Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2016 er As We Grow og skoða má hér frétt um verðlaunin á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar.

Hönnunarverðlaun Íslands 2016 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Fyrir bestu fjárfestinguna í hönnun, viðurkenningu sem nú var veitt öðru sinni, var verslunin og fyrirtækið Geysir valið af dómnefnd.

Hönnunarmiðstöð Íslands stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins.