Fréttir

Velkomin á sérstakan OPNUNARDAG 19. september milli kl. 12 -17.

Ull er klassískur, náttúrulegur efniviður með óendanlega möguleika. Á sýningunni getur að líta dæmi um vörur úr íslenskri ull sem hönnuðir og handverksfólk er að fást við í dag. Þátttakendur sýningarinnar koma frá ólíkum sviðum hönnunar og handverks en eiga það sameiginlegt að vinna af hugvitssemi með íslensku ullina í sínum afurðum. Þátttakendurnir eru: Ásthildur Magnúsdóttir, vefari; Magnea Einarsdóttir, fatahönnuður; verslunin Kormákur & Skjöldur; fyrirtækið Kula by Bryndís, sem sérhæfir sig í hljóðvistarlausnum; samstarfsverkefnið Ró, sem framleiðir meðal annars dýnur og ullarvinnslufyrirtækið Ístex. Sýningin stendur frá 19. september til 15. nóvember.

Lesa áfram

Sigurbjörn Helgason hefur komið sér fyrir í vinnustofunni í safnbúð Hönnunarsafns Íslands. Þar mun hann smíða fugla, stóra sem smáa.
Ævintýralegir fuglarnir eru unnir úr ýmiskonar efnivið, sem er oftast nær fundinn eins og hreindýrshorn, reyniviðardrumbar úr garðinum eða rekaviðarbútar. Hver fugl hefur sinn sérstaka karakter sem mótast af efninu.
Sigurbjörn er menntaður myndmenntakennari frá MHÍ og starfaði sem slíkur í grunnskólum Reykjavíkur þar til hann fór á eftirlaun á síðasta ári.

Verið hjartanlega velkomin á sérstakan opnunardag fimmtudaginn 17.09 á milli kl. 12-17.

Lesa áfram

• 12:00-17:00 Til sölu verða gersemar sem fundust við flokkun á tonni frá Rauða krossinum. Auk þess verða einnig til sölu einstakar flíkur, uppunnar úr ,,ónýtum" textíl, sem hópurinn Flokk till you drop hefur skapað ásamt góðum gestum. Söluandvirði rennur til Rauða Krossins.

Hópurinn Flokk till you drop hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnuanrsafni Íslands í sumar. Þau flokkuðu eitt tonn af fatnaði/textíl frá Rauða krossinum. Þegar því var lokið tók við ýmiskonar greining og listsköpun. Meðlimir hópsins eru: Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ.

Verkefnið er samstarfsverkefni Fatasöfnunar Rauða Krossins, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, og Textílmiðstö Íslands. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa áfram

• 16:00-18:00 Gerum kúlúhús með Jóhönnu Ásgeirsdóttur myndlistarkonu við Hönnunarsafnið.
• 18:00-19:00 Ásgeir Ásgeirsson og félagar leika swing jazz og koma öllum í stuð.

Fimmtudaginn 23. júlí verður boðið upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á Garðatorgi á milli 16 og 19. Öll fjölskyldan getur tekið þátt í að gera kúluhús með myndlistarkonunni Jóhönnu Ásgeirsdóttur en smiðjan fer fram við Hönnunarsafnið frá 16-18. Búin verður til hvelfing úr bambus og hún skreytt með blómum svo úr verði fallegur samverustaður. Frá kl. 18-19 mun Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leika á einni af grasflötum Garðatorgs. Tríóið skipar auk Ásgeirs sem leikur á gítar; Haukur Gröndal á saxófón og Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa. Jazztónlist af gamla skólanum í bland við bossa nova og aðra þægilega tónlist verður á efnisskránni.

Lesa áfram

Í tengslum við sýninguna Pappírsblóm er boðið upp á þrykksmiðju með Rúnu Þorkelsdóttur myndlistarmanni. Þáttakendum er bent á að unnið er með akrílliti og að klæða sig miðað við það.

Athugið að börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands, ekkert þáttökugjald.

Lesa áfram

Í tengslum við sýninguna Pappírsblóm er boðið upp á þrykksmiðju með Rúnu Þorkelsdóttur myndlistarmanni.

Þáttakendum er bent á að unnið er með akrílliti og að klæða sig miðað við það.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands, ekkert þáttökugjald.

Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Athugið að boðið er upp á aðra smiðju sunnudaginn 5. júlí.

Lesa áfram

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018-2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Hún kynnir nú afrakstur þeirrar vinnu, Elements ilmkerti, þriðjudaginn 23. júní í Hönnunarsafni Íslands. Ekki verður haldin sérstök opnun sökum 2 m reglunnar en fólk getur komið við hvenær sem er á milli 12-17.

Elements ilmkertin eru innblásin af tveimur aðal hugðarefnum Einars: platónskum fjölflötungum og dulspeki. Platónskir fjölflötungur er einstakur að því leiti að hver flötur, hlið og horn er eins. Það eru einungis fimm fjölflötungar sem lúta því lögmáli. Plató var svo heillaður af þessum formum að hann taldi þau vera byggingareiningar frumefna heimsins: jörð, vatn, loft, eldur og ether. Hvert Elements ilmkerti hefur ilm og lykt sem vísar í frumefni þess og tengir efnið við andann.

Lesa áfram

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018-2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Afrakstur vinnustofunnar voru Elements ilmkerti sem kynnt eru í safnbúð Hönnunarsafns Íslands á HönnunarMars.

Í fyrirlestrinum lýsir Þórunn ferlinu frá rannsókn að hugmynd að vöru. Hún segir frá því hvernig hún kynnist Einari í gegnum verkin hans og uppgötvar að þau tvö eiga margt sameiginlegt. Það er alveg í anda Einars Þorsteins að halda áfram að veita innblástur þó svo hann sé horfinn inn í aðra vídd.

Þórunn hélt fyrirlestur um sama efni árið 2019 þegar hún var við störf í safninu en þá var verkefnið styttra á veg komið.

Lesa áfram

Verið hjartanlega velkomin á opnun sem stendur frá kl. 12-17.

„FLOKK TILL YOU DROP“ er ádeila á úrelta orðatiltækið „shop till you drop“.
Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða Krossinn. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur.

Verkefnið er í vinnustofudvöl í safninu. Hafist verður handa á flokkun á einu tonni af fötum. Þá tekur við ýmiskonar greining og listsköpun. Aðilar sem verða hér við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ.

Lesa áfram

Sunnudaginn 21. júní kl. 13.00 fer fram leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa. Sérstakur gestur á leiðsögninni er Kolbrún Kjarval dóttir Sveins.

Fjöldatakmarkanir verða á viðburðinum og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram á tix.is

Lesa áfram