Fréttir

Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður og safnari verður með leiðsögn ásamt Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi Hönnunarsafnsins, sunnudaginn 13. október kl. 13-14.

Anna Eyjólfsdóttir, myndlistarmaður hóf söfnun á leirmunum eftir íslenska listamenn árið 1979. Árið 2017 samanstóð safnið af tæplega 2000 gripum, sem spanna tímabilið frá 1932 til dagsins í dag. Þetta er stærsta einstaka keramíksafn landsins. Hönnunarsafn Íslands eignaðist það með styrk frá Bláa Lóninu.

Lesa áfram

„URBAN SHAPE - Vangaveltur um borgir og borgarkort. Frásögn af því hvernig og af hverju borgir verða til.

Sunnudaginn 6. október kl. 13 verður Paolo Gianfrancesco með FYRIRLESTUR um hvernig borgir eru mögulega magnaðasta sköpunarverk mannsins. Þið sem hafið komið á leiðsagnir eða fyrirlestra hjá Paolo vitið að þetta verður magnað.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Aðgangseyrir að safninu gildir.

Lesa áfram

Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW verður með sölu á sýnishornum og vörum úr fyrri fatalínum laugardaginn 5. október frá 12 – 17 í Hönnunarsafni Íslands. Peysur og kjólar frá 5.000 kr., kápur frá 5.500, buxur og skyrtur frá 3.000 kr. Það verður líf í tuskunum.

Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir:

Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.

Lesa áfram

Hönnunarskólinn, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands hefst 24. september nk.

Hefst: 24. september
Tími: Þriðjudaga · kl 16:00-18:00
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 20
Aldur: 13-16 ára
Kennarar: Sigríður Sigurjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir, Halla Hákonardóttir, Embla Vigfúsdóttir, Björn Steinar Blumenstein, Kristján Örn Kjartansson og Lóa Hlín Hjálmtýrsdóttir

Langar þig að kynnast því hvernig hönnuðir og hugmyndasmiðir vinna?

Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða.

Í gegnum samtöl, skissur og frumgerðir gefst innsýn inn í það hvað felst í því að vera arkitekt, spilahönnuður, vöruhönnuður, fatahönnuður og matarhönnuður.

Lesa áfram

FJÖLSKYLDUSMIÐJA verður haldin sunnudaginn 22. september kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands. Smiðjunni verður stillt upp sem borðspili í yfirstærð þar sem þáttakendur taka þátt í að byggja upp borg. Þannig gefst innsýn í heim byggingarlistar og borgarskipulags á aðgengilegan og áhugaverðan hátt.

Spilað verður eftir leikreglum sem endurspegla einfaldaða útgáfu af samfélagi á skemmtilegan máta. Smiðjan hentar fróðleiksfúsu og forvitnu fólki á öllum aldri.

Kristján Örn Kjartansson arkitekt og einn af stofnendum arkitektastofunnar KRADS og Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarmaður stýra smiðjunni.

Lesa áfram

Signý Þórhallsdóttir hefur dvalið í Hönnunarsafni Íslands undanfarna mánuði með vinnustofu þar sem hún hefur verið að þróa og framleiða vörur úr silki og ull fyrir vörumerki sitt Morra. Nú fer að koma að lokum vinnustofudvalarinnar og ætlum við að skála fyrir Signýu og þakka henni fyrir einstaklega góða samveru. Því verður haldin UPPSKERUHÁTÍÐ föstudaginn 20. september kl. 17:30 í Hönnunarsafninu.

Til viðbótar við silkislæðurnar hafa nú bæst dásamlegar ullarslæður og sparisloppur þar sem íslenska flóran er enn í aðalhlutverki. Verið þið hjartanlega velkomin.

Lesa áfram

FJÖLSKYLDUSMIÐJAN Að byggja borg verður í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 15. september nk. kl. 13-15. Smiðjunni verður stillt upp sem borðspili í yfirstærð þar sem þáttakendur taka þátt í að byggja upp borg. Þannig gefst innsýn í heim byggingarlistar og borgarskipulags á aðgengilegan og áhugaverðan hátt. Spilað verður eftir hnitmiðuðum leikreglum sem endurspegla einfaldaða útgáfu af samfélagi á skemmtilegan máta.

Smiðjan hentar fróðleiksfúsu og forvitnu fólki á öllum aldri. Kristján Örn Kjartansson arkitekt og einn af stofnendum arkitektastofunnar Kards og Lóa Hjálmtýsdóttir, teiknari og tónlistarmaður stýra smiðjunni. Aðgangur er ókeypis.

Lesa áfram

PÓLSKT GÖTUBITABOÐ
Fátt gæti passað betur við sýninguna Borgarlandslag en götubiti. Eftir leiðsögn Paolo Gianfrancesco um sýninguna, þar sem hann leggur sérstaka áherslu á Varsjá, tekur Pola Sutryk við keflinu.
Pola, sem er frá Varsjá hefur nýlega sest að í Reykjavík og ætlar að segja okkur sína sögu af Varsjá í gegnum götubita (e.street food), drykk og forvitnilegan eftirrétt , sem var hannaður eftir stríð sem tákn um endurreisn höfuðborgarinnar.

Veitingar: Pola Sutryk, kokkur og kennari, með brennandi áhuga á ferðalögum, sjálfbærni í matargerð, staðbundnu lostæti, listum, hönnun og kvikmyndum, sem reynir stöðugt að vinna með allar þessar ástríður í einu! “I fell in love in the Icelandic way of living, the light, colors and landscapes and I’ve never felt more peaceful in my life.”

Lesa áfram

Nú dýfum við okkur til Denver, Colorado í tengslum við sýninguna Borgarlandslag í Hönnunarsafni Íslands eftir Paolo Gianfrancesco. Viðburðurinn verður í Hönnunarsafni Íslands fimmtudaginn 29. ágúst nk. kl.18:00 - 20:00

Denver Dýfa er hluti af röð viðburða og fyrirlestra sem safnið stendur fyrir í tengslum við sýninguna Borgarlandslag. Á meðan á sýningunni stendur er sex völdum borgum gert hátt undir höfði með ævintýralegum viðburðum. Þar deila borgarbúar Reykjavíkur af erlendum uppruna sögum sínum og fjalla um borg upprunalands síns í gegnum mat, tónlist og fleira. Í vor brugðum við okkur til Rómar í gegnum bragðlaukana og til Belgrad með serbneskri tónlistarveislu. Nú er framundan hugleiðsluferðalag til Denver, Colorado,

DENVER DÝFA

Lesa áfram

FYRIRLESTRAR og SMÁSTUNDAMARKAÐUR verða í Hönnunarsafni Íslands fimmtudaginn 22. ágúst nk. Regína Bjarnadóttir, þróunarhagfræðingur og framkvæmdarstjóri Auroru velgerðasjóðs segir frá tildrögum og mótun verkefnisins Sweet Salone. Guðbjörg Káradóttir leirkerasmiður og þátttakandi í Sweet Salone flytur fyrirlestur undir yfirskriftinni LISTIN AÐ FERÐAST OG LEIRA Í LEIÐINNI.

Sweet Salone er samstarfsverkefni íslenskra hönnuða, Auroru velgerðasjóðs og handverksfólks í Sierra Leone. Verkefnið varð til að frumkvæði Auroru Velgerðasjóðs árið 2017. Markmiðið er að skapa tækifæri og atvinnu fyrir handverksfólk í Sierra Leone samtímis því að víkka sjóndeildarhring allra þeirra sem taka þátt. Útkoman er einstakt verkefni og ævintýri þar sem vinátta, hönnun, handverk, sjálfbærni og viðskipti haldast í hendur.

Lesa áfram