Fréttir

Mánudaginn 29. maí kl. 17.00 bjóðum við þeim sem vilja vera stofnfélagar í vinafélagi Hönnunarsafnsins velkomna til okkar og skála fyrir vináttunni, sumrinu og næstu skrefum. Tilgangur með stofnun vinafélagsins er að auka veg og sýnileika safnsins, efla safnastarfið, safnkostinn og samtölin.

Vinir safnsins fá:

Boð á allar opnanir safnsin og vinasafna sem verða Gljúfrasteinn og Listasafn Akureyrar.

Frítt inn á sýnigar safnanna þriggja.

Frítt inn á fyrirlestra sem söfnin bjóða upp á.

10% afsláttur af bókum og vörum hjá Hönnunarsafninu.

Frítt inn á leiðsagni á vegum safnanna.

Að stuðla að því að Hönnunarsafn Íslands vaxi og dafni.

Meðlimir vinafélagsins greiða fasta upphæð árlega, 5000 kr, sem verður sá fjárhagslegi grunnur sem vinafélagið byggir á.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Lesa áfram
Sunnudaginn 21. maí bjóðum við upp á leiðsagnir þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu.
Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.
Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1300 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar.
Í leiðsögn um varðveislurýmin gefst einstakt tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin og kynnast gripum og starfi eina safns landsins sem safnar einvörðungu hönnun og nytjalist.

Takmarka þarf fjölda gesta í hverri leiðsögn og er miðað við 10 gesti í hóp. Fyrri leiðangurinn verður farinn kl. 14.00 og sá síðari kl. 15.30. 
Lesa áfram

Í dag 18. maí er frítt inn í Hönnunarsafn Íslands í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum. Safnið er opið frá 12.00 - 17.00

Today, the 18th. of May, is the Internationa Museum Day and we offer you to visit the Museum of Design and Applied Art free of charge. We are open from 12.00 - 17.00.

Lesa áfram

Nýverið færði Bláa Lónið Hönnunarsafni Íslands  íslenskt leirmunasafn að gjöf. Leirmunasafnið samanstendur af fjölbreyttu úrvali muna eftir nánast alla íslenska og erlenda leirlistamenn sem starfað hafa hér á landi.


Safnið sem var í eigu einkaaðila telur um 1500 muni frá upphafi leirlistar og leirmunagerðar á Íslandi frá 4. áratug síðustu aldar til dagsins í dag. Á meðal munanna eru verk eftir Guðmund frá Miðdal og Listvinahúsið, Ragnar Kjartansson, Funa, Hauk Dór,Steinunni Marteinsdóttur, Koggu, Kristínu Ísleifsdóttur, Dieter Roth og fleiri listamenn. Óhætt er að segja að sögu íslenskrar leirlistar megi lesa í gegnum safnið.

 

Lesa áfram

Á dögunum færði Auður Sveinsdóttir landslagsarkitekt Hönnunarsafninu forláta kaffistell úr smiðju Dieter Roth frá árinu 1960 er hann vann með Ragnari Kjartanssyni í Glit á Óðinsgötunni. Gamla Glit, eins og sagt er um þennan tíma hjá Glit, laðaði að sér unga listamenn sem störfuðu við að renna og skreyta leirmuni undir styrkri handleiðslu Ragnars, sem sá um listræna stjórnun fyrirtækisins. Dieter vann ekki lengi hjá Glit en þau verk sem hann vann eru eftirsótt á markaði enda mikil listaverk eins og kaffistellið í eigu safnsins ber vott um, það samanstendur af 7 bollum og undirskálum auk annarra fylgihluta.

Á myndinni er Þóra Sigurbjörnsdóttir frá Hönnunarsafninu ásamt gefandanum, Auði Sveinsdóttur.

 

Lesa áfram

Safnið er opið sem hér segir yfir páskahátíðina:

OPIÐ: Skírdag og laugardag fyrir páska.

LOKAÐ: Föstudaginn langa, páskadag og annan dag páska.

Verið velkomin, gleðilega páska!

Lesa áfram

Sigríður Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands. Sigríður tekur til starfa í Hönnunarsafninu í lok apríl þar sem hún tekur við af fráfarandi forstöðumanni, Hörpu Þórsdóttur sem nýverið var skipuð safnstjóri Listasafns Íslands. Sigríður Sigurjónsdóttir lauk M.A prófi í „Design Studies“ frá ,,Central Saint Martins College of Art and Design“ í London árið 1999. Hún stofnaði og rak eigið fyrirtæki ,,Spark Design Space“ sem var hönnunargallerí við Klapparstíg som kom á framfæri framúrskarandi íslenskum hönnunarverkefnum. Á tímabilinu 2010 -2016 voru rúmlega 30 verkefni kynnt í rýminu. Sigríður hefur starfað sem prófessor og fagstjóri í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands á árunum 2004-2012. Umsækjendur um starfið voru 18 talsins, 16 konur og tveir karlar.

Starfsfólk Hönnunarsafnsins býður Sigríði velkomna til starfa.

Lesa áfram

Sunnudaginn 26. mars kl. 14:00 – 15:30 verður kynning á samstarfsverkefni Hönnunarsafnsins og Elsu Nielsen, #einnádag. Á HönnunarMars gefur safnið út veggspjald með 28 teikningum Elsu af stólum úr safneign safnsins og 12 gjafakortum.  Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað í léttu spjalli við Elsu. Léttar veitingar og tilboð á vörunni í safnbúð safnsins á meðan á kynningu stendur á sunnudag. Verið velkomin!

Lesa áfram

Á dögunum færði Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnahönnuður Hönnunarsafninu stól að gjöf. Um er að ræða borðstofustól sem Hjalti hannaði árið 1963 og var framleiddur og seldur um árabil hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. Eintakið sem Hjalti færði safninu er með bólstraðri leðursetu og grindin úr palisander. Stóllinn er glæsileg viðbót í stólasafn Hönnunarsafnsins en fyrir á safnið fimm mismunandi tegundir af stólum eftir Hjalta Geir sem finna má víða í opinberum byggingum eða á heimilum fólks. Þetta eru hægindastólar, borðstofustólar og fundarstólar. Nýverið var borðstofustóllinn frá 1963 endurframleiddur í 170 eintökum úr eik og tekki fyrir Canopy Hótel Hilton á Hljómalindarreitnum í Reykjavík. Stóllinn er fágaður og sómir sér vel og hann má finna á sýningu safnsins Stóll, sem var opnuð 18. mars síðastliðinni.

Lesa áfram

Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagrammi reglulega.

Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins. Stólasafnið varð fyrir valinu enda fjölbreyttur safnkostur og nokkuð dæmigerður í öllum hönnunarsöfnum.

Elsa hóf leikinn á Safnanótt, þann 3. febrúar síðastliðinn og teiknar einn stól á dag í 28 daga eftir jafnmarga íslenska hönnuði. Stólarnir verða til sýnis á sýningunni Stóll og frumteikningar Elsu einnig.

Í safnbúð verður til sölu veggspjald með stólunum 28 eftir Elsu og úrval gjafakorta með mynd af íslenskum stól. Ágóði af sölunni rennur til uppbyggingar safnkosts safnsins, sem felst í að kaupa íslenska hönnun af íslenskum hönnuðum.

Lesa áfram