Fréttir

Velkomin á FYRIRLESTRADAG í Hönnunarsafni Íslands 23. nóvember frá kl. 9 – 19 á vegum Nordic Forum for Design History.

Velkomið er að koma og fara að vild.

Fyrirlestrarnir verða á ensku.

Vinsamlega skráið ykkur hjá ingiriduro@honnunarsafn.is fyrir 20. nóvember.
Boðið verður upp á hádegismat fyrir skráða gesti frá Veitingastaðnum NU.

Program
Friday 23/11
Theme: Copies, Classics & Traditions

09.00 Welcome to Iceland’s Design Museum & Garðabær, Sigríður Sigurjónsdóttir

09.15 Introduction to the theme: Copies, Classics & Traditions, Anders V. Munch

09.30 Keynote lecture: Driftwood on Icelandic Coast. Traveling ideas
Guðmundur Oddur, Research Professor, Iceland University of the Arts

10.30 Coffee break

Lesa áfram

Pétur Ármannsson fer yfir feril arkitektsins Högnu Sigurðardóttur (1929-2017).
Hús eftir Högnu við Bakkaflöt verður heimsótt en það hefur verið valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og miðhluta Evrópu, í tengslum við útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist 20. aldar.
Námskeiðið hefst í Hönnunarsafninu kl. 15 og lýkur á Bakkaflöt kl 17.
Fjöldi þáttakenda takmarkast við 15 manns.
Þáttökugjald 3.500 kr. Hægt er að tryggja sér pláss á https://midi.frettabladid.is/atburdir/1/10685/Timamotahus_i_Gardaba

Lesa áfram

Í tilefni af tónlistarveislu á Garðatorgi í kvöld verður opið til kl 21 í Hönnunarsafninu. Við erum enn að taka upp úr kössum eðaltöffarans Einars Þorsteins Ásgeirssonar (1942-2015). Sannkölluð veisla fyrir sköpunargleðina inni hjá okkur og svo tekur Valdimar við kl. 21.

Lesa áfram

Einstakt tækifæri til að eignast upprunalega teikningu eftir Helgu Björnsson. Helga starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París. Teikningar hennar og skissur bera vitni um afar næman listamann sem nær með örfáum dráttum að skapa glæsileika og tilfinningu. Kl. 13-17

Lesa áfram

Fimmtudagur
1. nóvember kl. 17-18
HÚSTÓNAR – Síðasti sýningardagur á sýningu Torfa Fannars, Mannabein.
Torfi Fannar mun leggja prjónavélina til hliðar og taka upp plötuspilarana ásamt Ásláki Ingvarssyni og spinna saman hústóna.

Lesa áfram

Ólafur Elíasson myndlistarmaður mun fjalla um samstarf sitt við Einar Þorstein Ásgeirsson (1942 – 2015) arkitekt og stærðfræðing en þeir störfuðu náið saman í um tólf ár meðal annars að glerhjúpnum utan um tónlistarhúsið Hörpu. Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir opinni skráningu á innvolsi vinnustofu Einars Þorsteins sem hann afhenti safninu rétt fyrir andlát sitt.

Viðburðurinn hefst kl. 16.00

Aðgangseyrir að safninu gildir á meðan húsrúm leyfir.

Fullorðnir: 1000 kr.
Eldri borgarar: 500 kr.
Námsmenn: 500 kr.
Öryrkjar: FRÍTT
Börn undir 18 ára: FRÍTT

Ljósmynd: Olafur Eliasson & Einar Thorsteinn, Cities On The Move 4, Louisiana Museum, Copenhagen, Denmark. Photo by Armin Linke, 1999.

Lesa áfram

Unnur Valdís Kristjánsdóttir vöruhönnuður rekur sögu flothettunnar frá því að hugmyndin kviknaði sem verkefni við Listaháskóla Íslands til dagsins í dag.
Hugmyndafræðin að baki hönnuninni byggir á slökun, samveru og náttúruupplifun í vatni á áreynslulausan hátt. Frá því að Flothetta kom á markað hérlendis árið 2012 hefur hún náð að auðga aldagamla baðmenningu Íslendinga. Á þeim sex árum sem flothetta hefur verið á markaði hafa forsvarsmenn jafnframt þróað tengdar afurðir í formi þjónustu í kringum vöruna, s.s. kennaranám, viðburði og vatnsmeðferðir.

Lesa áfram

Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúrunnar. Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðurnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þáttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins.

Lesa áfram

Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW verður með sölu á sýnishornum laugardaginn 6. október frá 12 - 17. Peysur og kjólar frá 5.000 kr., kápur frá 5.500, buxur og skyrtur frá 3.000 kr. Það verður líf í tuskunum.

Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir:

Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.

Lesa áfram

Þriðjudagur
25. september
kl. 17–18
Mæting í Lækjartúni, 850 Hellu

Við höfum skipulagt heimsókn í smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í tengslum við sýningu Torfa Fannars Gunnarssonar í anddyri safnsins en þar hefur hann undanfarið töfrað fram dýrindis klæði á prjónavélina sína.
Eigendur Uppspuna, Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson, munu taka á móti okkur. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Lesa áfram