Fréttir

Laugardaginn 30. júní kl. 15:00 verður boðið upp á leiðsögn um skráningarverkefnið Safnið á röngunni með Einari Þorsteins.
 
Pétur Ármannsson arkitekt og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins sjá um leiðsögn og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Undanfarnar vikur hefur Þóra leitt skráningu á verkum Einars Þorsteins á Hönnunarsafni Íslands fyrir opnum tjöldum.
Lesa áfram

Lifandi sýning í anddyri Hönnunarsafnsins.

Mannabein er afrakstur af sjálfskoðunarferli Torfa Fannars Gunnarssonar og leit hans að sátt við stöðu sína í heiminum ásamt því að finna samhljóm á milli ytri og innri raunveruleika. Fagurfræði og skírskotanir í línunni opinberuðu sig í litlum skrefum í gegnum hönnunarferlið og í lokin var farið að glitta í tengingar við svarta galdur, suður ameríska plöntulækna, villta vestrið og austurlenskt myndmál. Saman skapa þessar tengingar samruna á milli Þeirra menningarheima sem tilkoma iðnbyltingarinnar hafði aðskilið.

Línan er prjónuð úr mjúkri bómull á handprjónavél. Hattarnir koma frá bæjunum Pisac og Chinchero í Perú. Spjótin eru rennd úr mahóní.

Lesa áfram

Smástundamarkaður Kron by Kronkron sprettur upp í safnbúð Hönnunarsafns Íslands sunnudaginn 24. Júní frá kl. 12 -17. Þá mæta hönnuðirnir Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með glæný skópör úr smiðju sinni en þessa dagana stendur yfir sýningin Undraveröld Kron by Kronkron þar sem meðal annars má líta 600 skópör sem þau Magni og Hugrún hafa hannað undanfarin tíu ár.

Lesa áfram

Við ætlum að brydda upp á þeirri nýjung í Hönnunarsafninu að vera með það sem við köllum fyrirlestur á ferðinni. Um er að ræða , leiðsögn í rútu og á göngu um Urriðaholtið í Garðabæ.
Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM. Í hverfinu má finna fjölda einstaklega vel hannaðra fjölbýlishúsa.
Heimsóttar verða valdar byggingar og heimili og rætt við fólk sem býr í hverfinu.
Leiðsögn: Björn Guðbrandsson og Egill Guðmundsson, arkitektar hjá Arkís.

Fimmtudagur 7. júní
kl. 16:30–19

Takmarkaður sætafjöldi. Hægt er tryggja sér miða á www.midi.is, verð kr. 1.500

https://midi.is/atburdir/1/10485/Fyrirlestur_a_ferdinni_um_Urridaholts_h...

Lesa áfram

OPNUN – Skálum fyrir Einari Þorsteini Ásgeirssyni
Laugardaginn 2. júní kl. 15.00

„Ég nota módel til að gera tilraunir, ég geri tilraunir til að skilja“

Lesa áfram

Það spáð stomi en hér má ganga um blómsrandi skó.

Lesa áfram

Sunnudaginn 29. apríl kl. 15.00 verða þau Magni Þorsteinsson og Hugrún Dögg Árnadóttir með leiðsögn og spjall um sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron en sýningin er yfirlitssýning á verkum þeirra. Sýningin samanstendur af rúmlega 600 pörum af skóm sem sýningarstjórinn Ástþór Helgason hefur púslað saman í ævintýraheim.

Lesa áfram

Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru stórskemmtilegir vöruhönnuðir sem standa fyrir smáhúsasmiðju í Hönnunarsafninu laugardaginn 21. apríl. Að þessu sinni ætlum við að búa til hús fyrir uppfinningamenn og konur. Allir velkomnir en börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Garðabæjar í tilefni af Listadögum. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 (hægt að hringja á milli 12 - 17) þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

 

Lesa áfram

Þriðjudaginn 17. apríl verður 15:00 - 16:30 verður boðið upp á opinn fund með Sarpi í Hönnunarsafni Íslands.
Við bjóðum til lifandi umræðu um skráningarverkefni þar sem áherslan er á stórar gjafir. Þegar brettin með öllum kössunum eru komin í hús, hvað gerir maður þá? Hvaða spurninga á að spyrja? Er eitthvað sem ber að varast?

Dagskrá:

• Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur frá Hönnunarsafni Íslands segir frá sýningarverkefninu "Á bak við tjöldin með Einar Þorsteini".

• Hrönn Konráðsdóttir sérfræðingur fornminja hjá Þjóðminjasafninu segir frá skráningarvinnu vegna jarðfundinna minja.

Lesa áfram

Sigríður Rún verður með teikningarnar sínar úr seríunni Líffærafræði Leturs í safnbúð Hönnunarsafnsins laugardaginn 31 mars. Verð á teikningu 5000 kr. í stað 5.800 kr.

Teikningarnar sýna beinagrindur af bókstöfum en orðið anatomy eða líffærafræði er notað til að útskýra líkmasbyggingu lífvera en þekkist einnig í leturfræði og er þá notað til að útskýra uppbyggingu bókstafa. Sigríður Rún vinnur bókstaflega út frá þessum sameiginlega fleti annars ólíkra fræða með það að markmiði að vekja áhuga á bókstöfum sem fyrirbærum frekar en táknum.

Lesa áfram