Fréttir

Sunnudagur
23. september
Kl. 12–13

HÁDEGISLEIKFIMI FYRIR HEILANN
Anna Hrund Másdóttir myndlistarmaður leiðir okkur í gegnum bók Einars Þorsteins Ásgeirsssonar, Barna Leikur, þar sem Einar kynnir lesendur fyrir reglulegum flötungum, flötungunum hans Platós og fimmflötungum í gullinsniði svo eitthvað sé nefnt.

Hentar fyrir 15 ára og eldri.

Hádegisleikfimin er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

LOKABALL
Sýningunni Undraveröld Kron by Kronkron lýkur auðvitað með lokaballi frá kl. 20-22 þriðjudaginn 18. september.

Salsahljómsveitin Mabolitos gleður okkur með nærveru sinni.

Hljómsveitina skipa Alexandra Kjeld (kontrabassi, söngur), Daníel Helgason (gítar, tres), Kristofer Rodriguez Svönuson (slagverk) og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna, fiðla). Efnisskrá bandsins er sambland af uppáhaldssalsanúmerum hljómsveitarmeðlima og frumsömdum latínukvæðum.

Þá er bara að skella sér í dansskóna.

Lokaballið er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Í tengslum við sýninguna Undraveröld Kron by Kronkron leiðir Bergrún Íris Sævarsdóttir ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 9–13 ára sunnudaginn 16. september kl. 13 - 15.

Hvert hafa skórnir þínir ferðast og í hvers konar ævintýrum gætu þeir lent? Kafað er í hugmyndaleit og persónusköpun og hvernig beinagrind að sögu verður til. Vel er gætt að styrkleikum hvers barns þegar það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands.

Lesa áfram

Með hönnuðunum Magna Þorsteinssyni og Hugrúnu Dögg Árnadóttur.
Sýningin er yfirlitssýning á verkum Magna og Hugrúnar en þau hafa meðal annars hannað um 1200 pör af skóm þar sem vandað handverk, sköpunargleði og ástríða mætast í trylltum dansi.

Sýningunni lýkur 18. september.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Lesa áfram

Kúluformið var Einar Þorsteini Ásgeirssyni arkitekt og stærðfræðingi afar hugleikið, enda eitt af hagkvæmustu formum náttúrunnar. Í tengslum við skráningu á verkum Einars Þorsteins í Hönnunarsafni Íslands bjóða hönnuðurnir Björn Steinar Blumenstein og Steinunn Eyja Halldórsdóttir upp á sápukúluvinnustofu fyrir börn og fullorðna. Þáttakendur búa til sín eigin sápukúluverkfæri og prófa sig áfram. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins sunnudaginn 12 ágúst frá 13 - 15.

Lesa áfram
Laugardaginn 30. júní kl. 15:00 verður boðið upp á leiðsögn um skráningarverkefnið Safnið á röngunni með Einari Þorsteins.
 
Pétur Ármannsson arkitekt og Þóra Sigurbjörnsdóttir sérfræðingur safnsins sjá um leiðsögn og spjall á sýningunni Safnið á röngunni með Einari Þorsteini. Undanfarnar vikur hefur Þóra leitt skráningu á verkum Einars Þorsteins á Hönnunarsafni Íslands fyrir opnum tjöldum.
Lesa áfram

Lifandi sýning í anddyri Hönnunarsafnsins.

Mannabein er afrakstur af sjálfskoðunarferli Torfa Fannars Gunnarssonar og leit hans að sátt við stöðu sína í heiminum ásamt því að finna samhljóm á milli ytri og innri raunveruleika. Fagurfræði og skírskotanir í línunni opinberuðu sig í litlum skrefum í gegnum hönnunarferlið og í lokin var farið að glitta í tengingar við svarta galdur, suður ameríska plöntulækna, villta vestrið og austurlenskt myndmál. Saman skapa þessar tengingar samruna á milli Þeirra menningarheima sem tilkoma iðnbyltingarinnar hafði aðskilið.

Línan er prjónuð úr mjúkri bómull á handprjónavél. Hattarnir koma frá bæjunum Pisac og Chinchero í Perú. Spjótin eru rennd úr mahóní.

Lesa áfram

Smástundamarkaður Kron by Kronkron sprettur upp í safnbúð Hönnunarsafns Íslands sunnudaginn 24. Júní frá kl. 12 -17. Þá mæta hönnuðirnir Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með glæný skópör úr smiðju sinni en þessa dagana stendur yfir sýningin Undraveröld Kron by Kronkron þar sem meðal annars má líta 600 skópör sem þau Magni og Hugrún hafa hannað undanfarin tíu ár.

Lesa áfram

Við ætlum að brydda upp á þeirri nýjung í Hönnunarsafninu að vera með það sem við köllum fyrirlestur á ferðinni. Um er að ræða , leiðsögn í rútu og á göngu um Urriðaholtið í Garðabæ.
Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun samkvæmt vottunarkerfi BREEAM. Í hverfinu má finna fjölda einstaklega vel hannaðra fjölbýlishúsa.
Heimsóttar verða valdar byggingar og heimili og rætt við fólk sem býr í hverfinu.
Leiðsögn: Björn Guðbrandsson og Egill Guðmundsson, arkitektar hjá Arkís.

Fimmtudagur 7. júní
kl. 16:30–19

Takmarkaður sætafjöldi. Hægt er tryggja sér miða á www.midi.is, verð kr. 1.500

https://midi.is/atburdir/1/10485/Fyrirlestur_a_ferdinni_um_Urridaholts_h...

Lesa áfram

OPNUN – Skálum fyrir Einari Þorsteini Ásgeirssyni
Laugardaginn 2. júní kl. 15.00

„Ég nota módel til að gera tilraunir, ég geri tilraunir til að skilja“

Lesa áfram