Fréttir

Í tengslum við sýninguna Pappírsblóm er boðið upp á þrykksmiðju með Rúnu Þorkelsdóttur myndlistarmanni. Þáttakendum er bent á að unnið er með akrílliti og að klæða sig miðað við það.

Athugið að börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands, ekkert þáttökugjald.

Lesa áfram

Í tengslum við sýninguna Pappírsblóm er boðið upp á þrykksmiðju með Rúnu Þorkelsdóttur myndlistarmanni.

Þáttakendum er bent á að unnið er með akrílliti og að klæða sig miðað við það.

Smiðjan er í boði Hönnunarsafns Íslands, ekkert þáttökugjald.

Börn yngri en 12 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Athugið að boðið er upp á aðra smiðju sunnudaginn 5. júlí.

Lesa áfram

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018-2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Hún kynnir nú afrakstur þeirrar vinnu, Elements ilmkerti, þriðjudaginn 23. júní í Hönnunarsafni Íslands. Ekki verður haldin sérstök opnun sökum 2 m reglunnar en fólk getur komið við hvenær sem er á milli 12-17.

Elements ilmkertin eru innblásin af tveimur aðal hugðarefnum Einars: platónskum fjölflötungum og dulspeki. Platónskir fjölflötungur er einstakur að því leiti að hver flötur, hlið og horn er eins. Það eru einungis fimm fjölflötungar sem lúta því lögmáli. Plató var svo heillaður af þessum formum að hann taldi þau vera byggingareiningar frumefna heimsins: jörð, vatn, loft, eldur og ether. Hvert Elements ilmkerti hefur ilm og lykt sem vísar í frumefni þess og tengir efnið við andann.

Lesa áfram

Þórunn Árnadóttir, vöruhönnuður, var með vinnustofu á Hönnunarsafninu veturinn 2018-2019 þar sem hún kynnti sér verk arkitektsins og stærðfræðingsins Einars Þorsteins Ásgeirssonar. Afrakstur vinnustofunnar voru Elements ilmkerti sem kynnt eru í safnbúð Hönnunarsafns Íslands á HönnunarMars.

Í fyrirlestrinum lýsir Þórunn ferlinu frá rannsókn að hugmynd að vöru. Hún segir frá því hvernig hún kynnist Einari í gegnum verkin hans og uppgötvar að þau tvö eiga margt sameiginlegt. Það er alveg í anda Einars Þorsteins að halda áfram að veita innblástur þó svo hann sé horfinn inn í aðra vídd.

Þórunn hélt fyrirlestur um sama efni árið 2019 þegar hún var við störf í safninu en þá var verkefnið styttra á veg komið.

Lesa áfram

Verið hjartanlega velkomin á opnun sem stendur frá kl. 12-17.

„FLOKK TILL YOU DROP“ er ádeila á úrelta orðatiltækið „shop till you drop“.
Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða Krossinn. Hvað verður um þennan efnivið? Hvaða upplýsingar er hægt að lesa úr einu tonni? Er hægt að nýta hönnun til að auka virði hráefnisins? Þessar og fleiri spurningar ætlar hópurinn að takast á við meðan á verkefninu stendur.

Verkefnið er í vinnustofudvöl í safninu. Hafist verður handa á flokkun á einu tonni af fötum. Þá tekur við ýmiskonar greining og listsköpun. Aðilar sem verða hér við störf eru Berglind Ósk Hlynsdóttir, nemandi í fatahönnun við LHI, Rebekka Ashley Egilsdóttir, nemandi í vöruhönnun við LHI og Melkorka Magnúsdóttir nemandi í mannfræði við HÍ.

Lesa áfram

Sunnudaginn 21. júní kl. 13.00 fer fram leiðsögn um sýninguna Sveinn Kjarval, það skal vanda sem lengi á að standa. Sérstakur gestur á leiðsögninni er Kolbrún Kjarval dóttir Sveins.

Fjöldatakmarkanir verða á viðburðinum og því nauðsynlegt að kaupa miða fyrirfram á tix.is

Lesa áfram

Rúna Þorkelsdóttir er myndlistarkona, bókagerðarmaður og stofnandi bókabúðarinnar Boekie Woekie í Amsterdam. Hún gerðist óvænt munsturhönnuður fyrir eitt virtasta tískuhús heims, Comme des Garcons í gegnum bókverk sitt Paperflowers.

17. júní opnar sýning í stigagangi Hönnunarsafns Íslands á þessu fallega og skemmtilega verkefni. Opnunin stendur frá 12-17 þar sem rými í stigaganginum er takmarkað. Sérstök hátíðarstemning verður þó kl. 14.00

Lesa áfram

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Art Nouveau og Art Deco.

Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, 7. júní kl. 13.00.

Gestafjöldi verðu takmarkaður við 30 manns.
2m. reglan er valkvæð fyrir þá sem þess óska.

Gestir þurfa að kaupa miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Lesa áfram

Í tengslum við vinnustofuna SAFNIÐ Á RÖNGUNNI, íslensk myndmálssaga, mun Guðmundur Oddur Magnússon halda fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Nýklassík og handverkshreyfingin.

Fyrirlesturinn fer fram í vinnustofu Godds í Hönnunarsafni Íslands, sunnudaginn 17 maí kl. 13.00.

Gestafjöldi verðu takmarkaður við 20 manns vegna 2m reglunnar. Gestir þurfa að tryggja sér miða fyrirfram með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

https://tix.is/is/event/9997/

Lesa áfram

Íslensk myndmálssaga er heiti á yfirstandandi rannsókn Guðmundar Odds Magnússonar á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Opnun vinnustofunnar verður þriðjudaginn 24. mars kl. 17-19.

Skömmu eftir útgáfu Guðbrandsbiblíu á sextándu öld urðu myndir og texti viðskila í prentverki og náðu ekki aftur saman fyrr en upp úr miðri nítjándu öld þegar prentfrelsi gekk í garð. Í rannsókn sinni skoðar Guðmundur Oddur endurfundi myndmáls og texta undir lok 19. aldar - þar er sögð saga brautryðjenda sem unnu prentmyndir, letur og skraut. Fyrstu kynslóð teiknara sem stofnaði Félag íslenskra teiknara ( FÍT) er fylgt eftir og slóð þeirra rakin en það fólk lagði grunninn að því sem í dag kallast grafísk hönnun.

Lesa áfram