Hverju söfnum við?

Safnkostur Hönnunarsafns Íslands vitnar í dag um hið breiða söfnunarsvið sem safnið hefur, en skv. stofnskrá safnsins miðast söfnun muna við tímabilið frá 1900 til samtíma. Safneign Hönnunarsafnsins er einstæð á landsvísu og geymir fágæta kjörgripi sem hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnið tekur við gjöfum og skal beina fyrirspurnum eða óskum um að færa safninu íslenska eða erlenda hönnun að gjöf, til forstöðumanns safnsins.