Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands 2022 og Besta fjárfesting ársins 2022 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar.
Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.