Sigríður Rún verður með teikningarnar sínar úr seríunni Líffærafræði Leturs í safnbúð Hönnunarsafnsins laugardaginn 31 mars. Verð á teikningu 5000 kr. í stað 5.800 kr.

Teikningarnar sýna beinagrindur af bókstöfum en orðið anatomy eða líffærafræði er notað til að útskýra líkmasbyggingu lífvera en þekkist einnig í leturfræði og er þá notað til að útskýra uppbyggingu bókstafa. Sigríður Rún vinnur bókstaflega út frá þessum sameiginlega fleti annars ólíkra fræða með það að markmiði að vekja áhuga á bókstöfum sem fyrirbærum frekar en táknum.

Lesa áfram