Íslensk myndmálssaga er heiti á yfirstandandi rannsókn Guðmundar Odds Magnússonar á sögu grafískrar hönnunar á Íslandi. Opnun vinnustofunnar verður þriðjudaginn 24. mars kl. 17-19. Skömmu eftir útgáfu Guðbrandsbiblíu á sextándu öld urðu myndir og texti viðskila í prentverki og náðu ekki aftur saman fyrr en upp úr miðri nítjándu öld þegar prentfrelsi gekk í garð. Í rannsókn sinni skoðar Guðmundur Oddur endurfundi myndmáls og texta undir lok 19. aldar - þar er sögð saga brautryðjenda sem unnu prentmyndir, letur og skraut.

2020-03-24T12:00:00 to 2020-08-30T17:00:00