Hönnunarverðlaun Íslands


Búið er að opna fyrir ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 og hægt er að benda á eigin verk eða annarra til miðnættis 29. ágúst 2022. Markmið með innsendingum er að tryggja að afburða verk fari ekki fram hjá dómnefnd og því hvetjum við eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk. 


Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands 2022 og Besta fjárfesting ársins 2022 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar. 

Lesa áfram

Fimmtudaginn 25. janúar býður Hönnunarsafn Íslands upp á leiðsögn um Marshall húsið, Grandagarði 20.

Leiðsögn og spjall: Ásmundur Hrafn Sturluson, arkitekt hjá Kurt og Pí

Mæting kl. 17.00 í Marshall-húsið, Grandagarði 20

Hönnunarverðlaun Íslands árið 2017. Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason arkitektar hjá Kurt og Pí leiddu hönnun á endurgerð hússins í samstarfi við ASK arkitekta. Marshall-húsið er nýr vettvangur lista við gömlu höfnina í Reykjavík. Arkitektar hússins sem var upprunalega byggt árið 1948 voru Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einarsson. Húsið var byggt sem síldarbræðsla en hýsir nú í kjölfar breytinganna Nýlistasafnið, Kling og Bang, Stúdíó Ólafs Elíassonar ásamt vinnustofu og veitingahúsið Marshall Restaurant + Bar. Húsið hafði staðið autt í rúmlega tíu ár.ingahúsið Marshall Restaurant + Bar. 

Lesa áfram

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í fyrsta sinn fimmtudaginn 20. nóvember, við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu sigurstranglegust. Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2014 er Designs from Nowhere eða Austurland eftir Körnu Sigurðardóttur og Pete Collard. Hönnunarverðlaun Íslands 2014 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á myndinni eru Þórunni Árnadóttur tv. og Karna Sigurðardóttir eftir að verðlaunin voru afhent.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Hönnunarverðlaun Íslands