Helga Björnsson

Leiðsögn síðasta sýningardag, sunnudaginn 31. maí kl: 14:00

Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður og Helga Björnsson, tískuhönnuður munu  ganga um sýningar á verkum sínum í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings  munasafns Hönnunarsafnsins og rifja upp sögur tengdar ferli sínum. 

Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun.

Lesa áfram

Helga Björnsson tískuhönnuður mun ganga um sýningu á teikningum sínum í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp minningar og sögur tengdar ferli sínum sem tískuhönnuður í hátískunni í París.

Helga Björnsson lærði myndlist og hönnun við Les Arts Décoratifs í París. Að loknu námi komst hún að í tískuhúsi Louis Féraud. Hún starfaði við hlið Louis Féraud, við hátískuna á 8., 9. og 10. áratug síðustu aldar, lengst af sem aðalhönnuður. Sá heimur sem Helga tilheyrði, hátískuheimurinn, er á margan hátt frábrugðinn því sem flestir þekkja, en innan tískuheimsins er lagskipting þar sem tískukóngar – og tískudrottningar ráða ríkjum. Hátískan trónir efst með íburði sínu og glæsileika.

Lesa áfram

Gengið um með Helgu Björnsson

Date: 
sunnudagur, 3 maí, 2015 - 14:00 - 15:00
Gengið um með Helgu Björnsson

Helga Björnsson tískuhönnuður mun ganga um sýningu á teikningum sínum í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp minningar og sögur tengdar ferli sínum sem tískuhönnuður í hátískunni í París.

Íslenska
Lesa áfram

Ný sýning: Un Peu Plus - teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

Un peu plus

Helga Björnsson starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús. Teikningar hennar og skissur bera vitni um afar næman listamann sem nær með örfáum dráttum að skapa glæsileika og tilfinningu. Ríkulegt hugarflug, ásamt kröfunni að ganga alltaf skrefi lengra í sköpunarferlinum skilar teikningum og skissum sem vekja aðdáun. Mikil fjölbreytni er ríkjandi í verkum Helgu og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar, sem starfar eftir hröðum takti tískunnar.

2015-02-06T00:00:00 to 2015-05-31T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - Helga Björnsson