Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í fyrsta sinn fimmtudaginn 20. nóvember, við hátíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleikhússins. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fjögur verkefni sem þóttu sigurstranglegust. Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2014 er Designs from Nowhere eða Austurland eftir Körnu Sigurðardóttur og Pete Collard. Hönnunarverðlaun Íslands 2014 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Á myndinni eru Þórunni Árnadóttur tv. og Karna Sigurðardóttir eftir að verðlaunin voru afhent.