Sýningar

Föstudaginn 20. janúar klukkan 18 verður sýningin Fallegustu bækur í heimi opnuð á Pallinum.
Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.<br>Að þessu sinni bárust inn bækur frá 30 löndum. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og sýningin samanstendur af þessum bókum. Í ár var það bókin On the Necessity of Gardening. An ABC of Art, Botany and Cultivation sem hlaut aðalverðlaunin en hún kemur frá Hollandi og er hönnuð af Bart de Baets.

Lesa áfram

Vegna samkomutakmarkana frestum við eftirfarandi viðburðum sem auglýstir eru í dagskrárbæklingi Garðabæjar:

Opnun sýningarinnar Sund færist til 1. febrúar.

Leiðsögn um sýninguna Sund með Sigríði Sigurjónsdóttur og Valdimari T. Hafstein. (30. janúar)

Fríhendis Flóra- námskeið í útsaumi með Sunnu Örlygs.(3.febrúar)

Regnbogasmiðja fyrir fjölskyldur. (6.febrúar)

Viðburðir tengdir Safnanótt og Vetrarhátíð. (4. - 6. febrúar)

Fyrirlestur Péturs Ármannssonar um arkitektúr Högnu Sigurðardóttur. (13. febrúar)

Fyrirlestur arkitektanna Hrefnu Bjargar Þorsteinsdóttur og Hólmfríðar Ósmann Jónsdóttur um skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur arkitekts. (20. febrúar)

Leisðögn Þóru Sigurbjörnsdóttur og Árna Jónssonar um sýninguna Sund. (27. febrúar).

 

Lesa áfram

Sunna Örlygsdóttir - fatahönnuður í vinnustofudvöl

Sunna Örlygsdóttir er fatahönnuður og meistari í útsaumi. Hún stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í fatahönnun frá ArtEZ Fashion Masters í Arnhem í Hollandi.

2021-10-08T12:00:00 to 2021-12-30T18:00:00
Lesa áfram

FINGRAMÁL

Stundum eigum við erfitt með að koma orðum að þeim tilfinningum sem vakna hjá okkur þegar við sjáum eitthvað sem við hrífumst af. Orðin eru þó aðeins ein mynd mismunandi tjáskipta.  Við getum líka tjáð tilfinningar með svipbrigðum eða líkamsstöðu og hugurinn og höndin skapa saman sterkt tungumál, fingramálið.
Sköpunarverkin stór og smá eru líka fingramál hugans. Þau geta staðið þarna eins og orðlausir hlutir þó þau séu í raun hlaðin frásögnum.

2012-03-21T00:00:00 to 2012-05-27T00:00:00
Lesa áfram
Gunnar Magnússon ´61-´78  og Hrafnhildur Arnardóttir, Á gráu svæði

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Sýningar