Auður Ösp Guðmundsdóttir og Halla Kristín Hannesdóttir eru tveir vöruhönnuðir sem eru með smáhús á heilanum. Miðvikudaginn 21. febrúar kl. 13:00 - 17:00 ætla þær að bjóða upp á vinnustofu fyrir krakka í vetrarfríi. Þar geta þátttakendur búið til húsgögn og aðra hluti fyrir smáhús. Fullorðnir eru líka velkomnir og börn undir tíu ára skulu vera í fylgd með fullorðnum. Vinnustofan er í boði Hönnunarsafnsins. Nauðsynlegt er að skrá sig með fyrirvara í síma 512-1525 á milli kl. 12 - 17 þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Lesa áfram