teikningar

Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn um sýningar

Date: 
sunnudagur, 22 janúar, 2017 - 14:00 - 15:00
Íslensk hönnunarsaga - leiðsögn um sýningar

Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.

Íslenska
Lesa áfram

Á pappír

Verkin á sýningunni gefa mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda. Sýnd eru verk eftir Jónas Sólmundsson (1905-1983), Jón Kristinsson eða Jónda (1925-2009), Kristínu Þorkelsdóttur (1936), Lothar Grund (1923-1995), Stefán Jónsson (1913-1989) og Sverri Haraldsson (1930-1985).

2016-11-19T10:45:00 to 2017-03-05T10:45:00
Lesa áfram

Ný sýning: Un Peu Plus - teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

Un peu plus

Helga Björnsson starfaði um árabil við hátískuna í tískuhúsi Louis Féraud í París og hefur hannað búninga fyrir íslensk leikhús. Teikningar hennar og skissur bera vitni um afar næman listamann sem nær með örfáum dráttum að skapa glæsileika og tilfinningu. Ríkulegt hugarflug, ásamt kröfunni að ganga alltaf skrefi lengra í sköpunarferlinum skilar teikningum og skissum sem vekja aðdáun. Mikil fjölbreytni er ríkjandi í verkum Helgu og sýningin varpar ljósi á krefjandi starf hönnuðar, sem starfar eftir hröðum takti tískunnar.

2015-02-06T00:00:00 to 2015-05-31T00:00:00
Lesa áfram
Subscribe to RSS - teikningar