Textílfélagið

Hönnunarsafnið hefur verið í samstarfi við Textílfélagið um heimildasöfnun frá félögum þess um feril þeirra og verk. Safnast hefur inn mikið og gott magn upplýsinga. Gögnin verða varðveitt í heimildasafni safnsins þar sem þau verða aðgengileg starfsfólki og fræðimönnum sem rannsaka íslenska hönnunarsögu á hverjum tíma.

Í tengslum við þetta átak í heimildasöfnun eignaðist safnið rúmlega 20 verk eftir félaga Textílfélagins. Með því hefur safneign safnsins styrkst töluvert þegar kemur að textílverkum og kominn er góður grunnur að áframhaldandi söfnun og skráningu á þessu sviði.

Hönnunarsafnið þakkar Ingiríði Óðinsdóttur og Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur sérstaklega fyrir sitt vinnuframlag sem og félögum Textílfélagins fyrir að taka þátt í þessu verkefni.

 

Lesa áfram

Á dögunum afhenti stjórn Textílfélagsins Hönnunarsafni Íslands gögn og ferilskrár um 50 félagsmanna sem safnað var saman á síðustu mánuðum.

Aðdragandinn var ósk stjórnar Textílfélagsins að fá að liðsinna safninu við uppbyggingu á heimildasafni um íslenska textílhönnun svo Hönnunarsafnið búi að góðu heimildasafni fyrir starfsemi safnsins og fræðasamfélagið. Sendi stjórnin út boð til félagsmanna um að taka saman gögn og myndir er varpa ljósi á vinnu þeirra og getur nýst til miðlunar og sem innlegg til rannsókna á íslenskri hönnunarsögu.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Textílfélagið