Un peu plus

Leiðsögn síðasta sýningardag, sunnudaginn 31. maí kl: 14:00

Ámundi Sigurðsson, grafískur hönnuður og Helga Björnsson, tískuhönnuður munu  ganga um sýningar á verkum sínum í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings  munasafns Hönnunarsafnsins og rifja upp sögur tengdar ferli sínum. 

Á 30 ára ferli hefur Ámundi unnið við nánast öll þau verkefni sem grafískum hönnuðum eru falin við sjónræna miðla. Ámundi er af kynslóð grafískra hönnuða sem vann bæði fyrir og eftir eina mestu tæknibyltingu sinnar greinar, innkomu tölvunnar og grafískra forrita og stafrænnar þróunar í prentun.

Lesa áfram

Gengið um með Helgu Björnsson

Date: 
sunnudagur, 3 maí, 2015 - 14:00 - 15:00
Gengið um með Helgu Björnsson

Helga Björnsson tískuhönnuður mun ganga um sýningu á teikningum sínum í fylgd Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns og rifja upp minningar og sögur tengdar ferli sínum sem tískuhönnuður í hátískunni í París.

Íslenska
Lesa áfram

Hönnunarsafnið er opið á morgun, Sumardaginn fyrsta frá 12 - 17!
Hægt er að skoða tvær sýningar um þessar mundir:  Ámundi: og Un peu plus ásamt kynningu á Hönnunarverðlaunum Íslands.
Ef kalt er úti er hægt að sækja hlýja strauma og kraft í myndheiminn sem birtist á veggjum safnins.

Lesa áfram

Þann 6. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og verður opnun á nýrri sýningu einn af viðburðunum sem boðið er upp á.

Dagskrá safnsins er sem hér segir:

19:00 - 24:00 Opnun á nýrri sýningu, Un peu plus - teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

20:00- 20:30 - Leiðsagnir um sýningar safnsins

  • Ertu tilbúin frú forseti?  
  • Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

 

22:00 - 22:30 - Leiðsagnir um sýningar safnins

  • Ertu tilbúin frú forseti?
  • Un peu plus - Teikningar og skissur Helgu Björnsson tískuhönnuðar

 

Lesa áfram
Subscribe to RSS - Un peu plus