vinnustofudvöl

Ada Stańczak er keramikhönnuður og rannsakandi sem mun dvela fram í maí í vinnustofu Hönnunarsafnsins. Innflutningsboð verður í Hönnunarsafninu kl. 18 föstudaginn 20. janúar. Ada lauk námi í menningarfræðum frá Háskólanum í Varsjá og keramiknámi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún flutti til Íslands fyrir fimm árum og við það kviknaði áhugi hennar á því að rannsaka hvernig íslenskur efniviður eins og leir, jarðvegur, hraun og steinar geta haft áhrif á það að tilheyra ákveðnum stað eða landi.

Á meðan á dvölinni stendur mun Ada rannsaka möguleika jarðefnanna sem litarefni fyrir keramik. Gestir geta fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka frá upphafi að fullgerðri vöru. Einnig geta gestir verslað beint frá hönnuðinum.

Ada mun standa fyrir námskeiðum og vinnusmiðjum á meðan á dvölinni stendur. Upplýsingar verða settar á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðla.

Lesa áfram

Föstudaginn 30. september kl. 16:30 - 18:00 verður innflutningsboð í Hönnunarsafninu.

H A G E - hattagerðarmeistararnir Harper og Anna Gulla flytja inn í vinnustofuna í anddyri Hönnunarsafnsins! Þar ætla þau að vera til loka nóvember.
Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust í námi og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.
Harper kennir einnig hattagerð við Cutters Academy í Gautaborg með áherslu á efni eins og loðskinn og leður. Anna Gulla gerir tilraunir með trefjar, massa og hefðbundnar aðferðir, hún sækir efni og þekkingu í nærumhverfi sitt.

Lesa áfram

H A G E - Hattagerðarmeistarar í vinnustofudvöl

Anna Gulla og Harper eru meistarar í hattagerð. Þau kynntust við nám og felldu hugi saman í Cutters Academy í Gautaborg 2010. Með aðsetur í Kölingared (SE) og Reykjavík (IS) sérhæfa þau sig í að hanna og framleiða sérsaumaðan fatnað og fylgihluti úr náttúrulegum efnum.

2022-09-15T12:00:00 to 2022-12-23T17:00:00
Lesa áfram

MÓDELSMIÐIR Í VINNUSTOFUDVÖL

Undanfarna mánuði hefur Hönnunarsafn Íslands staðið fyrir skráningu á verkum Högnu Sigurðardóttur, arkitekts (1929 - 2017). 
Högna bjó og starfaði í Frakklandi eftir útskrift frá École Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París. Fimm einbýlishús eftir hana voru reist á 7. áratugnum á Íslandi. Þekktast þeirra er Bakkaflöt 1 í Garðabæ. Húsið var valið eitt af 100 merkustu byggingum 20. aldar í norður- og mið Evrópu í útgáfu alþjóðlegs yfirlitsrits um byggingarlist. Högna hannaði einnig Kópavogslaug og svæðið í kringum hana, en einungis hluti af því verkefni varð að veruleika. 

2022-06-16T12:00:00 to 2022-08-31T17:00:00
Lesa áfram

Sunnudaginn 21. febrúar frá 12:15 - 15:00 býður textílhönnuðurinn og listakonan Ýr Jóhannsdóttir (Ýrúrarí) upp á opna smiðju í skapandi fataviðgerðum í Hönnunarsafni Íslands.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - vinnustofudvöl