As we grow

Fyrsta laugardag hvers mánaðar í vetur verða svokölluð „pop-up“ hér eftir nefnt „smástundar-markaður“ í safnbúð Hönnunarsafnsins. Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2016, barnafatamerkið AS WE GROW, ríða á vaðið með sölu á sýnishornum laugardaginn 7. október frá 12 - 17. Peysur og kjólar á 5.000 kr., kápur á 5.500, buxur og skyrtur á 3.000 kr. Það verður líf í tuskunum.

Í umsögn dómnefndar um As We Grow segir: 

Með vörulínunni tvinna eigendur As We Grow saman fagurfræði, hefðum og nútíma í endingargóðan fatnað sem bæði vex með hverju barni og endist á milli kynslóða. As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman. 

Lesa áfram

 

Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í þriðja sinn fimmtudaginn 6. október, við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Veitt voru verðlaun í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og Besta fjárfesting ársins 2016.

Dómnefnd tilnefndi fjögur framúrskarandi verkefni til forvals úr fjölda innsendra tillagna en í forvalinu voru eftirfarandi verkefni tilnefnd: As we grow, Lulla doll, Or type og Orka til framtíðar.

Verkefnið sem þótti skara framúr að mati dómnefndar og hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands 2016 er As We Grow og skoða má hér frétt um verðlaunin á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar.

Hönnunarverðlaun Íslands 2016 eru peningaverðlaun að upphæð 1.000.000 krónur, veitt af iðnaðar- og viðskiptaráðherra.

Lesa áfram
Subscribe to RSS - As we grow