KRAUM verslun

KRAUM verslun

Verslunin Kraum hefur opnað í nýjum húsakynnum Hönnunarsafns Íslands.

Kraum opnaði fyrst í Aðalstræti 10 þar sem hún er enn staðsett en verslunin í Hönnunarsafninu er fjórða Kraumbúðin sem er opnuð á höfuðborgarsvæðinu.
Verslunin mun bjóða upp á fjölbreytt  úrval af íslenskri hönnun m.a. skartgripi, nytjahluti, bækur og húsgögn.
Hægt er að kaupa kaffi og meðlæti í versluninni og setjast niður og skoða hönnunartímarit og bækur. Barnaleikrými er einnig til staðar fyrir yngri kynslóðina.

Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17.