HönnunarMars 2025 – Ilmgjafi, ljósgjafi og lágmyndir

Þriðjudaginn 1. apríl kl. 18 opna þrjár sýningar: Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sýnir módel og frumgerðir af nýrri tegund af ilmgjafa sem hún hefur þróað í vinnustofudvöl í safninu. Myndlistarmaðurinn Unndór Egill Jónsson sýnir lampa úr íslensku birki og Brynjar Sigurðarson vöruhönnuður sýnir lágmyndir sem hann kallar Skáldað landslag. Frítt er inn á safnið á HönnunarMars 1-6 apríl.