Smiðja
29.12.202413:00–15:00

Áramótahattar!
FjölskyldusmiðjameðHagehattargerðarmeisturum

Hvernig áramótahatt ætlar þú að hafa á höfðinu þegar þú stígur inn í nýja árið 2025?! Verður formið keilulaga, kringlótt eða kassalaga eins og pípuhattur? Verður efnið glansandi eða matt, skreytt borðum eða kögri?

Áramótahattasmiðjan er orðin árviss hefð á Hönnunarsafninu. Hún er leidd af hattagerðameisturunum Önnu Gullu og Harper sem mynda hönnunarteymið Hage Studio. Þau sérhæfa sig í hönnun og handverki hatta, með áherslu á náttúrulegan efnivið. Hage eru með bækistöðvar sínar í Kölingared í Svíþjóð og Reykjavík.

Smiðjan er hluti af mánaðarlegri fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.