Smiðjan, fræðslurými Hönnunarsafnsins, verður opin núna um helgina. Þar er hægt að gera stærðfræðitilraunir á fræðsluborði Einars Þorsteins Ásgeirssonar eða leika sér með dúkkur, dúkkulísur og dúkkuhús. Þá má einnig slaka á í Hreiðrinu og blaða í bókum eða tímaritum úr bókasafni Hönnunarsafnsins.
Opið frá 12-17 um helgina. Ókeypis aðgangur fyrir fullorðna í fylgd með barni. Öll velkomin.