Safnanótt í Hönnunarsafni

föstudagur, 5 febrúar, 2016 - 19:00 - 23:50
Safnanótt í Hönnunarsafni

Þann 5. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og býður upp á ýmsa viðburði.

Dagskrá safnsins er sem hér segir:

19:30 - 20:00 og 22:30 - 23:00 Leiðsögn um sýninguna Geymilegir hlutir.

 

21:00 - 23:00 Leiðsögumenn á sýningunni Geymilegir hlutir.

Nemendur úr FG taka að sér hlutverk leiðsögumanna og leiða gesti á milli gripa sem þau hafa valið að fjalla um á sýningunni "Geymilegir hlutir".

20:00 - 20:30 og 22:00 - 22:30 Sögusmiðja. 

Börnum og foreldrum boðið í Sögusmiðju í framhaldi af erindi um tröll og álfa á Bókasafni Garðabæjar. Sýningin Ísland er svo keramískt er notuð sem innblástur fyrir stuttar frásagnir.

21:00 Vigdís G. Ingimundardóttir gengur með gestum um sýninguna "Ísland er svo keramískt", þar sem sýnd eru verk frá ferli Steinunnar Marteinsdóttur.

Vigdís fjallaði um feril Steinunnar Marteinsdóttur í BA - ritgerð sinni í listfræði frá Háskóla Íslands. Vigdís gengur um sýninguna ásamt gestum og dregur fram athyglisverða þætti úr ferli Steinunnar ásamt því að fjalla um einstök verk.