Sunnudaginn 26. mars kynnir Elsa Nielsen samstarfsverkefnið #einnádag og nýjar vörur, veggspjald og gjafakort sem Hönnunarsafnið gefur út á HönnunarMars 2017. Sérfræðingur safnsins og sýningarstjóri sýningarinnar Stóll, Þóra Sigurbjörnsdóttir, mun varpa ljósi á sögu nokkurra stóla sem Elsa hefur teiknað. Grafíski hönnuðurinn Elsa Nielsen hefur getið sér gott orð fyrir teikningar sínar #einádag sem hún hefur birt á Instagrammi reglulega. Í tilefni af HönnunarMars 2017 leitaði Hönnunarsafnið eftir samstarfi við Elsu um að teikna hluti úr safneign safnsins.
Á pappír - leiðsögn með sýningarstjórum í Hönnunarsafni Íslands 5. mars kl. 14,
Á sýningunni getur að líta úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum. Pappírsverkin gefa fjölbreytta mynd af vinnubrögðum hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókakápa og húsgagna- og innanhússhönnunar allt frá þriðja áratug síðustu aldar fram á þann sjöunda.
Sunnudaginn 22. janúar mun Harpa Þórsdóttir forstöðumaður safnsins bjóða upp á leiðsögn um sýningar Hönnunarsafnsins. Leiðsögnin hefst á sýningunni Á pappír þar sem sýnt er úrval teikninga og skissa úr safneign safnsins og úr einkasöfnum.
Í tilefni af íslenska safnadeginum verður boðið upp á leiðsagnir þann 22. maí þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu.
Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.
Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1300 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar.
Síðasti sýningardagur - Leiðsögn með Steinunni Marteinsdóttur
Steinunn Marteinsdóttir leirlistakona mun ganga um sýninguna Ísland er svo keramískt í fylgd Þóru Sigurbjörnsdóttur sérfræðings safnsins og rifja upp minningar tengdar ferlinum.
Þann 5. febrúar næstkomandi verður Safnanótt haldin hátíðleg og stendur hún frá kl.19:00 - 24:00. Hönnunarsafnið tekur þátt að vanda og býður upp á ýmsa viðburði.
Dagskrá safnsins er sem hér segir:
19:30 - 20:00 og 22:30 - 23:00 Leiðsögn um sýninguna Geymilegir hlutir.
21:00 - 23:00 Leiðsögumenn á sýningunni Geymilegir hlutir.
Nemendur úr FG taka að sér hlutverk leiðsögumanna og leiða gesti á milli gripa sem þau hafa valið að fjalla um á sýningunni "Geymilegir hlutir".
Sunnudaginn 31. janúar verður opið hús að Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar gefst gestum meðal annars kostur á að njóta leiðsagnar um listhúsið og heimili Steinunnar og vinnustofu.
Í tilefni af íslenska safnadeginum þann 17. maí, verður boðið upp á leiðsagnir þar sem skyggnst verður bak við tjöldin í Hönnunarsafninu.
Gestir fá tækifæri til að ganga um mismunandi vinnurými safnsins og heyra um það fjölbreytta starf sem þar á sér stað.
Í safneign Hönnunarsafnsins eru rúmlega 1200 gripir og mikill meirihluti þeirra eru húsgögn. Mikið starf fer fram í tengslum við safneign safnsins jafnvel þó ekki sé verið að setja upp sýningar.