Fréttir

Jólagjafir og jólapappír, fróðleikur og smiðja -laugardaginn 5. desember kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands

Fræðumst um jólin og búum til eigin jólapappír! Fróðleiks og hönnunarsmiðja með þjóðfræðingnum Dagrúnu Jónsdóttur og handverkskonunni og hönnuðinum Ásgerði Heimisdóttir sem kennir gestum að búa til jólapappír.

Lesa áfram

Sunnudaginn 14. nóvember kl. 13 mun Kristín Þorkelsdóttir halda fyrirlestur um hönnun íslensku peningaseðlanna sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn.
Að baki þessari vinnu liggja rannsóknir, pælingar og oft skemmtilegar sögur.
Frítt er inn á viðburðinn

Lesa áfram

FÍT í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands opna sýninguna Best Book Design from all over the World 2021 og 2020. Hátíðar opnun verður fimmtudaginn 11. nóvember milli 17:00–19:00.
Stiftung Buchkunst — Þýsk samtök tileinkuð bókahönnun — hefur árlega veitt verðlaun fyrir bókahönnun víðsvegar um heimin síðan 1963. Í ár voru sendar inn 500 bækur frá 30 löndum og hlutu 14 þeirra verðlaun. Þessar 14 bækur verða sýndar á sýningunni.

Lesa áfram

Sunnudaginn 7. nóvember kl. 13 verður skókassasmiðja fyrir alla fjölskylduna.

Búum til heimili í skókassa sem byggir á hugmyndum fólks í gegnum tíðina um hvað er kósí. Hvernig voru hugmyndir krakka á landnámsöld um hvað var kósí þegar sitið var við langeldinn og hvernig höfum við það notalegt saman í dag?

Þær Dagrún Jónsdóttir þjóðfræðingur og Ásgerður Heimisdóttir hönnuður munu leiða smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni en gott væri ef fólk kemur með skókassa með sér. Fróðleikur um lífið á landnámsöld og skemmtilegt hönnun á heimili í skókassa er fullkomin uppskrift af kósí-sunnudegi.

Lesa áfram

Í tilefni af útgáfu bókar um hönnunarferil og verk Kristínar Þorkelsdóttur verður fagnað í Hönnunarsafni Íslands sunnudaginn 31. október kl. 13-15 þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Kristínar. Bókin verður á tilboðsverði.

Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum þekktum verkum sem skipa viðlíka sess í íslenskri sjónmenningu og Kristín, auk þess sem hún stofnaði og rak eina mikilsvirtustu auglýsingastofu landsins um árabil.

Fyrirlestur um inntak bókarinnar og hönnunarferil Kristínar hefst kl. 13.
Sýningarstjórar, höfundar og hönnuðir bókarinnar, Bryndís Björgvinsdóttir, Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson, flytja fyrirlesturinn.

Lesa áfram

Sunnudaginn 17. október kl. 13:00 verður leiðsögn um sýninguna, "Kristín Þorkelsdóttir", í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarstjórinn Birna Geirfinnsdóttir sér um leiðsögnina.

Fáir hér á landi hafa skilað af sér jafn mörgum listaverkum, sem tekið er sem sjálfgefnum, og hönnuðurinn Kristín Þorkelsdóttir. Verk hennar hafa verið hvað mest áberandi við hinar hversdagslegustu aðstæður, svo sem inni í ísskápum landsmanna, ofan í töskum þeirra eða við hefðbundið borðhald. Þó má einnig finna verk Kristínar á jafn óaðgengilegum stöðum og í læstum öryggishirslum Seðlabanka Íslands. Enda er Kristín bæði hönnuður fjölmargra umbúða um matvæli og höfundur núgildandi peningaseðlaraðar, sem hún vann að ásamt hönnuðinum Stephen Fairbairn. Þá hefur Kristín hannað urmul auglýsinga, bækur og ýmis þjóðþekkt merki, sem mörg hafa verið í notkun í yfir fimm áratugi.

Lesa áfram

Námskeiðið hefst fimmtudaginn 14. október kl. 17 - 19 og fer fram þrjá fimmtudaga í röð. Verð 12.500 kr. Aðeins 12 pláss í boði. Hægt er að bóka hér: https://tix.is/is/event/12153/

Lesa áfram

Sunna Örlygsdóttir er fatahönnuður og meistara útsaumari. Hún stundaði nám í útsaumi við Skals Håndarbejdsskole í Danmörku áður en hún hóf BA nám í fatahönnun við Listaháskóla Íslands. Árið 2016 útskrifaðist hún með MA í fatahönnun frá ArtEZ Fashion Masters í Arnhem í Hollandi.
Sunna hefur óendanlegan áhuga á fatnaði og öllu sem viðkemur fatagerð. Það sem vekur sérstakan áhuga hennar er: allt sem er skrítið og úr takti, lúxus og íburðarmikil efni, tímafrekt handverk og aðferðir, óhefðbundnir hlutir og tíska sem mótast af útsjónasemi. Sunna verður með sýningu á Hönnunarsafni Íslands í vetur. Opnun  á sýningunni verður föstudaginn 8. október kl 16.

Lesa áfram

Sunnudaginn 3. október kl. 13 er fjölskyldum boðið að taka þátt í hönnunarsmiðju í Hönnunarsafni Íslands. Það eru vöruhönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir sem leiða smiðjuna en viðfangsefnið eru matvælaumbúðir. Hönnun Kristínar Þorkelsdóttur á matvælaumbúðum verður skoðuð og í kjölfarið borið saman hvernig matvæli voru geymd og borin fram á landnámsöld og hvernig við gerum þetta í dag og hugsanlega í framtíðinni. Í smiðjunni fara þátttakendur á flug og gerðar verða skemmtilegar hönnunartilraunir. Smiðjan er ókeypis en Barnamenningarsjóður Íslands styrkir verkefnið með yfirskriftinni Við langeldinn/Við eldhúsborðið.

Lesa áfram

Kristín Þorkelsdóttir verður á safninu sunnudaginn frá kl. 13-15 og tekur á móti gestum.
Að baki hvers þjóðþekkts verks Kristínar liggja ógrynni af skissum, tilraunum og pælingum, sem ekki hefur verið safnað saman til sýningar fyrr en nú. Á sýningunni má því sjá kunnugleg og áður óséð verk, sem samanlagt umbreyttu smátt og smátt ungri myndlistarkonu í einn helsta brautryðjanda landsins á sviði grafískrar hönnunar.
Sýning á verkum Kristínar stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands til 30. desember.
 

Lesa áfram