Leiðsögn Ástríðar Magnúsdóttur um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? Kl. 14.

 

Ástríður, dóttir Vigdísar Finnbogadóttur var sjö ára gömul þegar móðir hennar var kosin forseti þjóðarinnar. Það að kona væri kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum var tímamótaviðburður í heimssögunni. Ástríður mun ganga um sýninguna með það að leiðarljósi og rifja upp sögur og minningar sem tengjast fatnaði og fylgihlutum sem eru til sýnis frá ferli móður sinnar.

 

Auk sýningarinnar á fatnaði og fylgihlutum frú Vigdísar Finnbogadóttur er sýning á grafískri hönnun Hjalta Karlssonar, en Hjalti býr í New York og rekur þar hönnunarstúdóið Karlssonwilker.

 

 

Verið velkomin á íslenska safnadaginn!