Sunnudaginn 8. júlí er íslenski safnadagurinn en þá bjóða söfnin upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Í Hönnunarsafni Íslands verður ratleikur fyrir alla fjölskylduna um yfirstandandi sýningu safnsins sem ber heitið ,,Saga til næsta bæjar". Dregið verður úr réttum lausnum og vegleg verðlaun í boði.

Saga til næsta bæjar er saga líðandi stundar, lýsing augnabliks í íslenskri vöruhönnun og innsýn í síðasta áratug, barnæsku fagsins á Íslandi á umbrotatímum.
nánar

Í anddyri safnsins er hægt að setjast niður við borðið Góu, spjalla eða fletta blaði yfir kaffibolla og súkkulaðifjalli.

Verið velkomin til okkar á sunnudaginn, aðgangur er ókeypis á íslenska safnadaginn.