Í Hönnunarsafni Íslands ríkir jólastemmning, jólavörurnar eru komnar í verslunina og í sýningarsal safnsins stendur yfir sýningin Hvít jól þar sem bæði börn og fullorðnir finna eitthvað við sitt hæfi. Að auki stendur yfir sýningin Hlutirnir okkar á munum úr safneign safnsins.

Ókeypis aðgangur verður í safnið laugardaginn 26. nóvember frá kl. 12 - 17. Verið velkomin í Hönnunarsafn Íslands!

Sjá einnig upplýsingar um jóladagskrá á Garðatorgi í Garðabæ laugardaginn 26. nóvember.