Sunnudaginn 9. mars kl. 14:00 verður Þóra Sigurbjörnsdóttir með almenna leiðsögn um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? í Hönnunarsafni Íslands.
 
Á sýningunni er bæði fatnaður og ýmsir fylgihlutir fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur frá embættistíð hennar 1980-1996.

Á 16 ára farsælli forsetatíð sinni ruddi Vigdís ekki aðeins braut kvenna til nýrra metorða í vestrænum samfélögum, heldur stóð hún frammi fyrir því að móta hefð um klæðaburð fyrir konu í slíku embætti. Vigdís var alla tíð mjög eftirsótt og hún þurfti stöðugt að huga að klæðnaði fyrir ólík tækifæri, vinna sem bættist við annan eril í starfi forsetans og aðstoðarfólks hennar.

Síðasta sýningarhelgi Paradigm / Viðmið
Þar er gefst tækifæri til að skoða verk eftir marga af fremstu listamönnum Norðmanna. Verkin á sýningunni eiga það öll sameiginlegt að hafa öðlast líf eftir þrotlausar rannsóknir og prófanir.

Paradigm sýningunni er ætlað að efla sýn og umræður um mismunandi tækni og efnisval sem verkin endurspegla, en um leið kynnumst við hugmyndafræði listamannanna þegar verk þeirra eru skoðuð.

Safnið er opið um helgina frá kl. 12-17.

Verslunin Kraum á jarðhæð býður fjölbreytt úrval íslenskrar hönnunar og bókaútgáfur Hönnunarsafnsins og tímarit um hönnun fást á góðu verði.

Verið velkomin!