Fréttir

Þetta er engin venjuleg uppskera. Anna Gulla og Harper bjóða upp á hattaveislu af bestu gerð nú þegar dvöl þeirra á safninu fer að ljúka. Miðvikudaginn 14. desember kl. 17 í Hönnunarsafni Íslands.
 

Lesa áfram

Myndlistarkonan Jóhanna Ásgeirsdóttir leiðir smiðju þar sem stjörnur Einars Þorsteins, hönnuðar og arkitekts, verða notaðar sem fyrirmynd. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni og eflaust gaman að sjá fallegar stjörnur í gluggum Garðbæinga í kjölfar smiðjunnar. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Laugardaginn 12. nóvember ætlar Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur safnsins að vera með erindi um safngeymslu þess. Safnið geymir um 5000 hönnunargripi í dag, sem eru varðveittir í varðveislurými þess. Hvaða hlutir eru þetta? Af hverju er verið að varðveita þá? Hvaða sögur leynast í safngeymslunni? Þessar og fleiri vangaveltur verða ræddar á laugardaginn.

 

Lesa áfram

Katla Einarsdóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannsdóttir leiða smiðjuna, þær eru nýútskrifaðir grafískir hönnuðir. Smiðjan er byggð á útskriftarverkefnunum þeirra frá Listaháskólanum í vor.
Katla bregður á leik með leir, makkarónur og fleira sem umbreytist í skemmtilegt letur. Jóhanna stýrir perli þar sem perluð verða nýstárleg mynstur. Mynstrin eru búin til með gervigreind sem vann þau upp úr Sjónabókinni.
Sjón er sögu ríkari í þessum skemmtilegu nálgunum að grafískri hönnun.

Lesa áfram

Um er að ræða tveggja daga námskeið laugardaginn 29 - sunnudaginn 30 október
 kl. 10.30 - 16.30 hádegishlé milli 12.30-13.30.

Verð 35.500 kr. samtals fyrir báða dagana.

Aðeins 6 pláss í boði. Miðar á námskeiðið fást á www.tix.is
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi 1

Fyrir hverja: Gott að hafa smá reynslu af saumaskap. Við vinnum efnið með gufu sem getur reynst erfitt fyrir viðkvæmar fingur.

Markmið: Í lok námskeiðsins ættu þátttakendur að hafa lokið við mótaðann filt hat eftir eigin höfði og öðlast grunnþekkingu í mótun og frágangi.

Hvað þarf að koma með?
Gott að mæta með eigin skæri og fingurbjörg ef vill (ekki nauðsynlegt).
Allt efni er innifalið.

Lesa áfram

Velkomin á opnun á sýningu á grafískri hönnun Dieter Roth föstudaginn 28. október kl.18. Sýningin er á Pallinum, litlu nýju sýningarrými í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni er lögð áhersla á að sýna úrval verka Dieters sem flokkast undir grafíska hönnun og hafa mörg hver ekki fengið mikla athygli hingað til. Líftími verkanna er oft ekki langur, þau ekki talin verðmæt og fá eintök hafa varðveist. Þessi verkefni dýpka þekkingu okkar á þróun grafískrar hönnunar. Óhætt er að segja að Dieter Roth (1930-1998) sé í hópi frumkvöðla sem mótuðu grafíska hönnun á Íslandi og víðar.
 

Sýningarstjórar / Curators: Arnar Freyr Guðmundsson, Birna Geirfinnsdóttir og Fraser Muggeridge.

Ljósmynd: Dieter Roth, fyrir bókbandsefni.

Lesa áfram

Oprowadzanie po wystawie Bathing Culture przez Ronalda Kopkę pracującego na basenie Sundhöll.

Leiðsögn á pólsku um sýninguna Sund. Ronald Kopkę sundlaugavörður og vaktstjóri í Sundhöll Reykjavíkur sér um leiðsögnina.


Opłata za wejście: 1000 kr. Dla dzieci i młodzieży do lat 18 i osób powyżej 67 roku życia wstęp wolny

Aðgangseyrir að safninu gildir, frítt fyrir yngri en 18 ára og eldri borgara

Lesa áfram

Þær Sigríður Sigurjónsdóttir safnstjóri og Brynhildur Pálsdóttir hönnuður sýningarinnar SUND leiða gesti um sýninguna á lokadegi hennar.
Aðgangseyrir í safnið gildir.

Lesa áfram

Hrund Atladóttir, höfundur sýningarinnar Sýndarsund, tekur á móti gestum á pallinum þar sem sýndarveruleika sýning hennar er staðsett. Gestir geta tyllt sér í stólinn Lína eftir Hlyn V. Atlason hönnuð í New York og heimsótt aðra vídd í vatnsupplifun.

Lesa áfram