Fréttir

Skírdagur - opið

Föstudagurinn langi - lokað

Laugardagur 8. apríl - opið

Páskadagur - lokað

Lokað á mánudögum

Lesa áfram

Sunnudaginn 2. apríl kl. 13-15 leiðir Ada Stańczak keramikhönnuður smiðju fyrir alla fjölskylduna þar sem gestir fá tækifæri til að þrykkja náttúrlegt efni svo sem steina, strá og greinar í leir.
Þátttakendur geta einnig gert sitt eigið leirtau og lært einfaldar aðferðir við að pressa leir í mót.
Allt efni verður á staðnum en gestir hvattir til að koma með efni úr náttúrunni til að pressa í leirinn. Að lokinni smiðjunni munu gripirnir verða brenndir og gljáðir en að þremur vikum liðnum geta gestir sótt gripina sína í safnið.
Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
Ada hefur frá því í febrúar dvalið í vinnustofu Hönnunarsafnsins þar sem gestir geta fylgst með henni að störfum.

Lesa áfram

Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir þjóðfræðingur flytur erindið Heimilið er hægfara atburður í Hönnunarsafninu, sunnudaginn 19. mars klukkan 13. Aðgangur á fyrirlesturinn og sýninguna Hönnunarsafnið sem heimili er ókeypis.

Viðfangsefni fyrirlestursins eru heimilishættir og efnismenning samtímans. Í erindinu er heimilið skoðað frá þjóðfræðilegu sjónarhorni, í heildrænu samhengi og sem samtvinnað ferli ólíkra áþreifanlegra og óáþreifanlegra þátta. Snert verður á fagurfræði hversdagsins, skynhrifum og heimilislegu andrúmslofti, ásamt hinni stöðugu baráttu við óreiðuna sem á sér stað innan veggja heimilisins frá degi til dags.

Lesa áfram

Skuggar af skúlptúrum Einars Þorsteins, hönnuðar og stærðfræðings, eru skemmtileg leið til sköpunnar. Stúdíó Einars Þorsteins er liður í sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili en smiðjan fer fram í stúdíóinu sunnudaginn 5. mars kl.13-14:30. Það er Auður Ösp Guðmundsdóttir hönnuður sem leiðir smiðjuna og mun allskonar aðferðir við að gera skemmtilegar skuggamyndir. Smiðjan er ætluð allri fjölskyldunni. Þátttaka ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Fimmtudaginn 23. febrúar er krökkum í vetrarfríi boðið að taka þátt í smiðju í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi en smiðjan hefst kl. 13. Heimurinn heima er yfirskrift smiðjunnar sem ætluð er krökkum og fylgifiskum þeirra í vetrarfríi. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðjunni en þátttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Lesa áfram

Heimurinn heima er hönnunarsmiðja fyrir krakka og fylgifiska þeirra í vetrarfríi en smiðjan fer fram frá 13-15 dagana 14. og 16. febrúar. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðjunni en þátttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili.

Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.
 

Lesa áfram

Heimurinn heima er hönnunarsmiðja fyrir krakka og fylgifiska þeirra í vetrarfríi en smiðjan fer fram frá 13-15 dagana 14. og 16. febrúar. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir stýra smiðjunni en .átttakendur setja sig í spor hönnuða og uppfinningamanna og búa til húsgögn í ímyndað heimili. Þátttaka er ókeypis og öll velkomin.

Umsjón með smiðjunni hafa hönnuðurnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir
 

Lesa áfram

Á Safnanótt, föstudaginn 3. febrúar, opnar ný fastasýning í Hönnunarsafni Íslands.
Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.
Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.

Lesa áfram

Föstudaginn 20. janúar klukkan 18 verður sýningin Fallegustu bækur í heimi opnuð á Pallinum.
Best Book Design from all over the World keppnin hefur verið haldin frá árinu 1963 með það að markmiði að hvetja til aukins alþjóðlegs samtals um bókahönnun.<br>Að þessu sinni bárust inn bækur frá 30 löndum. Fjórtán bækur voru verðlaunaðar og sýningin samanstendur af þessum bókum. Í ár var það bókin On the Necessity of Gardening. An ABC of Art, Botany and Cultivation sem hlaut aðalverðlaunin en hún kemur frá Hollandi og er hönnuð af Bart de Baets.

Lesa áfram

Ada Stańczak er keramikhönnuður og rannsakandi sem mun dvela fram í maí í vinnustofu Hönnunarsafnsins. Innflutningsboð verður í Hönnunarsafninu kl. 18 föstudaginn 20. janúar. Ada lauk námi í menningarfræðum frá Háskólanum í Varsjá og keramiknámi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún flutti til Íslands fyrir fimm árum og við það kviknaði áhugi hennar á því að rannsaka hvernig íslenskur efniviður eins og leir, jarðvegur, hraun og steinar geta haft áhrif á það að tilheyra ákveðnum stað eða landi.

Á meðan á dvölinni stendur mun Ada rannsaka möguleika jarðefnanna sem litarefni fyrir keramik. Gestir geta fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka frá upphafi að fullgerðri vöru. Einnig geta gestir verslað beint frá hönnuðinum.

Ada mun standa fyrir námskeiðum og vinnusmiðjum á meðan á dvölinni stendur. Upplýsingar verða settar á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðla.

Lesa áfram