Fígúrusmiðja fyrir alla fjölskylduna sem æfir sig að hugsa með höndunum og láta sköpunargleðina leika lausum hala. Hönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir leiða smiðjuna í Smiðju Hönnunarsafnsins þar sem dýr og verur verða til með uppfinningasemi og endurnýtni að leiðarljósi.