Þriðjudaginn 29. mars kl. 17:30 halda Unnur Valdís Kristjánsdóttir og Omer Shenar fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands.

Unnur er hönnuður Flothettunnar, vatnsmeðferðaraðili og jógakennari. Omer, sem er fæddur í Ísrael er sérfræðingur í vatnsmeðferðum. Þau munu fjalla um sögu vatnsmeðferða og af hverju vatnið hentar vel fyrir endurhæfingu og næringu líkama og anda. Þau munu fjalla um samstarf sitt og hvernig ástríðan fyrir vatninu fékk þau til að tengjast og skapa vandaða vatnsmeðferð, Flotþerapíu.

Fyrirlesturinn fer fram á íslensku og ensku.
Aðgangseyrir að safninu gildir.