Barbara Miklič Türk, forsetafrú Slóveníu, heimsótti Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ þriðjudaginn 3. maí sl. í fylgd með forsetafrú Íslands Dorrit Moussaieff.  Heimsóknin var liður í dagskrá í opinberri heimsókn forseta Slóveníu og föruneytis dagana 3.-5. maí. 

Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafn Íslands tók á móti gestunum og fylgdi þeim um þær sýningar sem eru nú í Hönnunarsafninu.  Í safninu er yfirlitssýning á verkum Gunnars Magnússonar húsgagnahönnuðar og einnig er í safninu sýningin Á gráu svæði með verk eftir Hrafnhildi Arnardóttur.