Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl kl.14 verður spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna í Hönnunarsafni Íslands.

Byrjað verður á rannsóknarleiðangri um sýninguna Ertu tilbúin frú forseti? þar sem forsetafötin og heiðursorður verða skoðuð frá ýmsum óvæntum hliðum. Er hægt að lesa eitthvað í klæðnað fólks? Af hverju eru sum föt hversdags en önnur spari? Er hægt að vera í hvaða fötum sem er við ólík tækifæri eða athafnir? Af hverju eru til reglur um klæðaburð? Hvernig hlýtur maður orðu?

Eftir rannsóknarleiðangurinn búum við til okkar eigin heiðursorður og fatnað á dúkkulísur. Rannsóknarleiðangrar verða tveir: kl. 14:00 og 15:30.
Dagskráin stendur til kl. 17.

Börn og fullorðnir sem fylgja þeim, fá ókeypis aðgang í safnið þennan dag.
Verið velkomin!

Umsjón með dagskránni hafa Þóra Sigurbjörnsdóttir fulltrúi safneignar Hönnunarsafns Íslands og Heiðrún Þórðardóttir starfsnemi úr Safnafræði Háskóla Íslands.

Hönnunarsafn Íslands er opið alla daga frá 12—17 , lokað mánudaga.
Kraum – safnverslunin, er opin á opnunartíma safnsins.